Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í Lifum betur, umhverfis- og heilsuveislu, í Hörpunni dagana 7. – 9. október. 20 reynsluboltar fjalla um allt sem tengjast heilsu og umhverfi, 50 sýningaraðilar kynna umhverfisvænar og heilsueflandi vörur og þjónustu auk þess sem boðið er upp á örnámskeið í alls konar.
Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í Lifum betur, umhverfis- og heilsuveislu, í Hörpunni dagana 7. – 9. október. 20 reynsluboltar fjalla um allt sem tengjast heilsu og umhverfi, 50 sýningaraðilar kynna umhverfisvænar og heilsueflandi vörur og þjónustu auk þess sem boðið er upp á örnámskeið í alls konar. Allir þátttakendur í veislunni eiga það sameiginlegt að bjóða upp á umhverfisvænar og heilsueflandi vörur, þjónustu, menntun og lausnir. Lífsgæðasetur St. Jó verður með bás á sýningarsvæðinu og Þórey Edda Elíasdóttir umhverfisverkfræðingur, fyrrum afrekskona í íþróttum og framtíðaríbúi í Skarðshlíðarhverfi verður með fyrirlestur um reynsluna að því að byggja Svansvottað hús. Hafnarfjarðarbær veitir allt að 30% afslátt af lóðarverði gegn því að um umhverfisvistvottaða uppbyggingu sé að ræða.
Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í umhverfis- og heilsuveislunni í ár í samstarfi við Lífsgæðasetur St. Jó. Lífsgæðasetur verður í hópi þeirra 50 fyrirtækja sem verða með bás á vörusýningunni í Hörpu og munu fyrirtæki í Lífsgæðasetri kynna vöru sína og þjónustu. Lífsgæðasetur St. Jó er samfélag sem býður upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og skapandi setur. Allir rekstraraðilar eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði fólks með einum eða öðrum hætti. Lífsgæðasetrið er sjálfbær eining rekin af Hafnarfjarðarbæ.
Þessir aðilar frá Lífsgæðasetri St. skipta með sér vaktinni á bás B10 í Hörpunni:
Upplýsingar um þjónustuaðila í Lífsgæðasetri St. Jó
Þórey Edda Elísdóttir, umhverfisverkfræðingur og fyrrum afrekskona í íþróttum, verður með fyrirlestur í umhverfis- og heilsuveislunni um framkvæmdina og sína reynslu undir heitinu: Að byggja sér Svansvottað hús – hvers vegna og hverjar eru helstu áskoranirnar? Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvað felst í því að byggja sér Svansvottað hús og að hvaða leyti þau hús eru öðruvísi en „venjuleg“ hús. Þórey er sjálf að byggja sitt eigið hús í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði sem á að verða Svansvottað og mun hún fara yfir reynslu sína af ferlinu. Þórey Edda heldur úti Facebook síðunni Visthönnun | Facebook um ferlið og framkvæmdina.
Í maí 2019 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar innleiðingu á sérstökum aðgerðum til að hvetja framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af lóðaverði. Bæjarstjórn samþykkti á sama tíma að afsláttur af lóðarverði í Hafnarfirði vegna Svansvottaðs húss sé 20-30% í takti við BREEAM einkunn.
———————————————————————
Hefur þú áhuga á að bæta lífsgæði þín og heilsu? Fræðast um umhverfismál og leggja þitt af mörkum? Ef svo er, þá er þetta veisluhlaðborð fyrir þig!
Á lifumbetur.is má finna nánari upplýsingar um sýnendur, fyrirlestra og örnámskeið.
Sýning, fyrirlestrar og örnámskeið veita fjölbreyttan innblástur sem hjálpar gestum að taka skref í átt að grænni og heilbrigðari framtíð.
Þriggja daga veislupassi = 5.500.- kr. Innifalið: Aðgangur að sýningu, fyrirlestrum og örnámskeiðum, föstudag, laugardag og sunnudag. Einnig bein vefútsending á fyrirlestrum auk aðgang að fjögurra vikna endurspilun allra fyrirlestra. >>>MÆLUM MEÐ
Hátíðarpassi = 12.000.- kr. Einungis 30 miðar í boði. Sama og veislupassi + forgangur á alla fyrirlestra yfir helgina.
Laugardagur = 3.900.- kr. Innifalið: Aðgangur að sýningu, fyrirlestrum og örnámskeiðum laugardag.
Sunnudagur = 3.900.- kr. Innifalið: Aðgangur að sýningu, fyrirlestrum og örnámskeiðum Sunnudag.
Bein vefútsending á fyrirlestrum = 5.500.- kr. Innifalið: Bein vefútsending á fyrirlestrum auk aðgang að fjögurra vikna endurspilun allra fyrirlestra.
VÖRUSÝNING Um 50 fjölbreytt fyrirtæki og stofnanir fræða gesti, kynna nýjungar á vörum, þjónustu, hugbúnaði, menntun, nýsköpun og fl. Fyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að bjóða uppá umhverfisvænar og heilsueflandi vörur, þjónustu, menntun og lausnir.
FYRIRLESTRAR Á laugardag og sunnudag stíga um 20 fyrirlesarar á svið og fjalla um heilsu og umhverfismál. Hvar viljum við vera eftir 30 ár? Hvað þurfum við að gera til að komast þangað? Streita, mataræði, plastlausar lausnir, heilbrigt heimili, 5 einföld ráð til að halda okkur í formi til áttrætt o.m.fl. verður tekið fyrir. Hægt er að kaupa aðgang að fjögurra vikna endurspilun á fyrirlestraveislunni.
ÖRNÁMSKEIÐ Fjölbreytt og fræðandi 30 mín. námskeið verða í boði fyrir gesti sýningarinnar.
Ummæli frá fyrirlestraveislu 2020 „Hef oft farið á fyrirlestraraðir en þetta var í fyrsta sinn sem mér fannst allir fyrirlestrar áhugaverðir.“ „Ég var mjög ánægð, margt sem kom mér á óvart og þetta hristir upp í manni.“
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…