Hafnarfjarðarbær tekur þátt í Lifum betur

Fréttir

Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í Lifum betur, umhverfis- og heilsuveislu, í Hörpunni dagana 7. – 9. október. 20 reynsluboltar fjalla um allt sem tengjast heilsu og umhverfi, 50 sýningaraðilar kynna umhverfisvænar og heilsueflandi vörur og þjónustu auk þess sem boðið er upp á örnámskeið í alls konar.

Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í Lifum betur, umhverfis- og heilsuveislu, í Hörpunni dagana 7. – 9. október. 20 reynsluboltar fjalla um allt sem tengjast heilsu og umhverfi, 50 sýningaraðilar kynna umhverfisvænar og heilsueflandi vörur og þjónustu auk þess sem boðið er upp á örnámskeið í alls konar. Allir þátttakendur í veislunni eiga það sameiginlegt að bjóða upp á umhverfisvænar og heilsueflandi vörur, þjónustu, menntun og lausnir. Lífsgæðasetur St. Jó verður með bás á sýningarsvæðinu og Þórey Edda Elíasdóttir umhverfisverkfræðingur, fyrrum afrekskona í íþróttum og framtíðaríbúi í Skarðshlíðarhverfi verður með fyrirlestur um reynsluna að því að byggja Svansvottað hús. Hafnarfjarðarbær veitir allt að 30% afslátt af lóðarverði gegn því að um umhverfisvistvottaða uppbyggingu sé að ræða.

Lífsgæðasetur St. Jó verður með bás á svæðinu – B10

Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í umhverfis- og heilsuveislunni í ár í samstarfi við Lífsgæðasetur St. Jó. Lífsgæðasetur verður í hópi þeirra 50 fyrirtækja sem verða með bás á vörusýningunni í Hörpu og munu fyrirtæki í Lífsgæðasetri kynna vöru sína og þjónustu. Lífsgæðasetur St. Jó er samfélag sem býður upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og skapandi setur. Allir rekstraraðilar eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði fólks með einum eða öðrum hætti. Lífsgæðasetrið er sjálfbær eining rekin af Hafnarfjarðarbæ.

Þessir aðilar frá Lífsgæðasetri St. skipta með sér vaktinni á bás B10 í Hörpunni:

  • Janus heilsuefling
  • NIASO RTT
  • Lucina ehf.
  • Hönd í hönd
  • Heimastyrkur iðjuþjálfun
  • Sorgarmiðstöðin
  • Móðurafl
  • Framvinda
  • Ljósa
  • Sen ráðgjöf
  • Lára Sverris

Upplýsingar um þjónustuaðila í Lífsgæðasetri St. Jó

Bygging á umhverfissvottuðu húsi – fyrirlestur

Þórey Edda Elísdóttir, umhverfisverkfræðingur og fyrrum afrekskona í íþróttum, verður með fyrirlestur í umhverfis- og heilsuveislunni um framkvæmdina og sína reynslu undir heitinu: Að byggja sér Svansvottað hús – hvers vegna og hverjar eru helstu áskoranirnar? Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvað felst í því að byggja sér Svansvottað hús og að hvaða leyti þau hús eru öðruvísi en „venjuleg“ hús. Þórey er sjálf að byggja sitt eigið hús í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði sem á að verða Svansvottað og mun hún fara yfir reynslu sína af ferlinu. Þórey Edda heldur úti Facebook síðunni Visthönnun | Facebook um ferlið og framkvæmdina.

Í maí 2019 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar innleiðingu á sérstökum aðgerðum til að hvetja framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af lóðaverði. Bæjarstjórn samþykkti á sama tíma að afsláttur af lóðarverði í Hafnarfirði vegna Svansvottaðs húss sé 20-30% í takti við BREEAM einkunn.

———————————————————————

Allt um umhverfis- og heilsuveisluna

Hefur þú áhuga á að bæta lífsgæði þín og heilsu? Fræðast um umhverfismál og leggja þitt af mörkum? Ef svo er, þá er þetta veisluhlaðborð fyrir þig!

Á lifumbetur.is má finna nánari upplýsingar um sýnendur, fyrirlestra og örnámskeið.

Sýning, fyrirlestrar og örnámskeið veita fjölbreyttan innblástur sem hjálpar gestum að taka skref í átt að grænni og heilbrigðari framtíð.

  • Föstudagur 7. október: 15.00 – 19.00
  • Laugardagur 8. október: 10.00 – 17.00
  • Sunnudagur 9. október: 10.00 – 17.00

 

MIÐAR Í BOÐI

Þriggja daga veislupassi = 5.500.- kr.
Innifalið: Aðgangur að sýningu, fyrirlestrum og örnámskeiðum, föstudag, laugardag og sunnudag. Einnig bein vefútsending á fyrirlestrum auk aðgang að fjögurra vikna endurspilun allra fyrirlestra. >>>MÆLUM MEÐ

Hátíðarpassi = 12.000.- kr.
Einungis 30 miðar í boði. Sama og veislupassi + forgangur á alla fyrirlestra yfir helgina.

Laugardagur = 3.900.- kr.
Innifalið: Aðgangur að sýningu, fyrirlestrum og örnámskeiðum laugardag.

Sunnudagur = 3.900.- kr.
Innifalið: Aðgangur að sýningu, fyrirlestrum og örnámskeiðum Sunnudag.

Bein vefútsending á fyrirlestrum = 5.500.- kr.
Innifalið: Bein vefútsending á fyrirlestrum auk aðgang að fjögurra vikna endurspilun allra fyrirlestra.

VÖRUSÝNING
Um 50 fjölbreytt fyrirtæki og stofnanir fræða gesti, kynna nýjungar á vörum, þjónustu, hugbúnaði, menntun, nýsköpun og fl. Fyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að bjóða uppá umhverfisvænar og heilsueflandi vörur, þjónustu, menntun og lausnir.

FYRIRLESTRAR
Á laugardag og sunnudag stíga um 20 fyrirlesarar á svið og fjalla um heilsu og umhverfismál. Hvar viljum við vera eftir 30 ár? Hvað þurfum við að gera til að komast þangað? Streita, mataræði, plastlausar lausnir, heilbrigt heimili, 5 einföld ráð til að halda okkur í formi til áttrætt o.m.fl. verður tekið fyrir. Hægt er að kaupa aðgang að fjögurra vikna endurspilun á fyrirlestraveislunni.

ÖRNÁMSKEIÐ
Fjölbreytt og fræðandi 30 mín. námskeið verða í boði fyrir gesti sýningarinnar.

Ummæli frá fyrirlestraveislu 2020
„Hef oft farið á fyrirlestraraðir en þetta var í fyrsta sinn sem mér fannst allir fyrirlestrar áhugaverðir.“
„Ég var mjög ánægð, margt sem kom mér á óvart og þetta hristir upp í manni.“

Ábendingagátt