Hafnarfjarðarbær vill fjölga í hópi dagforeldra

Fréttir

Síðustu misseri hefur stjórn dagforeldra í Hafnarfirði fundað með fulltrúum bæjarins um málefni dagforeldra. Niðurstaðan varð sú að Hafnarfjarðarbær og dagforeldrar gerðu með sér nýjan og innihaldsríkan þjónustusamning sem hópurinn skrifaði undir nýverið. Mun samningurinn skila bættum starfsaðstæðum fyrir dagforeldra og auka samstarf milli hlutaðeigandi aðila. Starfandi dagforeldrar í Hafnarfirði eru nú 23 talsins og vonir standa til þess að dagforeldrum muni fjölga á næstu árum.

Nýr þjónustusamningur við dagforeldra samþykktur og undirritaður

Síðustu misseri hefur stjórn dagforeldra í Hafnarfirði fundað með fulltrúum bæjarins um málefni dagforeldra. Niðurstaðan varð sú að Hafnarfjarðarbær og dagforeldrar gerðu með sér nýjan og innihaldsríkan þjónustusamning sem hópurinn skrifaði undir nýverið. Mun samningurinn skila bættum starfsaðstæðum fyrir dagforeldra og auka samstarf milli hlutaðeigandi aðila. Starfandi dagforeldrar í Hafnarfirði eru nú 23 talsins og vonir standa til þess að dagforeldrum muni fjölga á næstu árum.

Stofnstyrkur og aðstöðustyrkur

Nýr þjónustusamningur felur meðal annars í sér styrki til dagforeldra og þá ber helst að nefna stofnstyrk að upphæð kr. 300.000.- til þeirra sem hefja störf og hafa fullgilt starfsleyfi. Eftir ár í starfi geta dagforeldrar sótt árlega um aðstöðustyrk að upphæð kr. 30.000.- fyrir hvert hafnfirskt barn sem dvelur hjá þeim. Með þessum styrkjum er dagforeldrum gert kleift að kaupa leikföng og tæki sem þarf fyrir starfið auk þess að sinna viðhaldi á starfsstöðinni. Hafnarfjarðarbær greiðir einnig fyrir fræðslu á starfsdögum og vill með því efla og ýta undir mikilvægt og skapandi starf dagforeldra. Samhliða hækkaði greiðsla til handa dagforeldrum vegna dvalar barna úr 8.433.- kr. á dvalarstund kr. í 12.800.- kr á dvalarstund. Tekjulægri foreldrar/forsjáraðilar geta sótt um viðbótarniðurgreiðslu á gildandi gjaldskrá. Systkinaafsláttur fæst svo þegar systkini eru samtímis hjá dagforeldri, í leikskóla eða í frístund og fær annað barn 75% afslátt og þriðja 100%.

Dagforeldrar eru mikilvægur burðarstólpi

Í upphafi árs samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar þá breytingu að bjóða upp á heimgreiðslur til foreldra barna frá 12 mánaða aldri, stofnstyrk til dagforeldra og hækkun á niðurgreiðslu til dagforeldra sem endurspeglast í nýjum heimgreiðslum. Þessar breytingar tóku gildi frá og með 1. janúar 2023 og snúa sérstaklega að því að ýta undir aukna valmöguleika þegar kemur að dagvistun ungra barna. Dagforeldrar eru mikilvægur burðarstólpi í dagvistunarflórunni og markmið sveitarfélagsins með þessum aðgerðum að fjölga í þeirra hópi og efla starfstéttina. Eftirspurn eftir þjónustu dagforeldra er mikil og nokkuð ljóst að ákveðinn hópur barna unir sér vel og stundum betur í smærri hópum og í heimilislegum aðstæðum. Dagforeldrar í Hafnarfirði eru sjálfstætt starfandi en fá starfsleyfi frá sínu sveitarfélagi samkvæmt ákveðnum skilyrðum. Daggæslufulltrúi Hafnarfjarðarbæjar hefur umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra auk þess að veita þeim faglega ráðgjöf frá degi til dags.

Þeir sem hafa áhuga á að starfa sem dagforeldrar sækja um starfsleyfi hjá Gæða- og eftirlitsstofnun

Ábendingagátt