Samþykkt á breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 – Hafnarsvæði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 31.08. 2022 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 – Hafnarsvæði, þétting byggðar – Suðurhöfn, Flensborgarhöfn og Hamarshöfn. Tillagan var auglýst frá 16.03. til 27.04. 2022 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar – netfang: skipulag@hafnarfjordur.is

 Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

Hafnarsvæði – þétting byggðar Suðurhöfn, Flensborgarhöfn og Hamarshöfn

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Breytingin felst í að Suðurhöfn H1 verður að hluta til íbúðasvæði ÍB15 og miðsvæði M6 og M7. Flensborgarhöfn H2 breytist í miðsvæði M5. Ný smábátahöfn og 5m strandræma verður H6.

Breytingartillagan ásamt umhverfisskýrslu verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6, hjá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðar Norðurhellu 2 og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b í Reykjavík frá 16.03. til 27.04.2022.

er hægt er að skoða skipulagstillöguna hér:

Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 HAFNARSVÆÐI – ÞÉTTING BYGGÐAR Suðurhöfn, Flensborgarhöfn og Hamarshöfn

Aðalskipulag Hafnarfjarðar Suðurhöfn

BREYTING Á AÐALSKIPULAGI HAFNARFJARÐAR 2013-2025 – FLENSBORGARHÖFN OG HLUTI SUÐURHAFNAR

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað eigi síðar en 27.04.2022 á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega í þjónustuver:

Hafnarfjarðarbær

bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður