Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ár hvert taka nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar þátt í stórri landskönnun Rannsókna og greininga um hagi og líðan ungmenna. Markmiðið er að skoða sem flesta félagslega þætti í lífi ungs fólks og gefa niðurstöður ákveðna mynd af lífstíl, líðan, viðhorfi og vímuefnaneyslu ungmenna í hverju sveitarfélagi. Vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er með því lægsta sem gerist í hinum vestræna heimi. Áskoranir tengdar nýjum vörum og varningi og tíðarandanum snúa í dag helst að notkun orkudrykkja og nikótínpúða, almennri líðan og ónægum svefni. Könnun ársins var framkvæmd í febrúar/mars.
Skýrsla með niðurstöðum fyrir Hafnarfjörð
Foreldrar, forsjáraðilar og allir þeir sem vinna með börnum og ungmennum eru hvattir til að kynna sér niðurstöðurnar fyrir Hafnarfjörð. Í grunninn eru niðurstöðurnar nokkuð góðar en ákveðin þróun að eiga sér stað sem nauðsynlegt er að bregðast við og fylgjast vel með. Neysla á vímuefnum er áfram lág en neysla á orkudrykkjum og niktótínpúðum hefur aukist og svefn minnkað milli ára auk þess sem hafnfirsk ungmenni meta andlega líðan sína lakari nú samanborið við fyrri ár. Niðurstöður sýna að verndandi þættir eins og samvera við foreldra og félagsstarf dregur úr áhættuhegðun og eykur vellíðan.
Mikilvægt er að allir rói í sömu átt, þekki áskoranirnar og taki þátt í samtali og forvörnum þannig að sem bestur og mestur árangur náist.
Forvarnarstarf meðal ungmenna hefur verið mjög öflugt á Íslandi undanfarin ár og er hið svokallaða „Íslenska forvarnarmódel“ nú notað sem fyrirmynd forvarnarstarfs víðsvegar um heiminn. Rannsóknir og greining hefur kappkostað að hámarka nýtingu niðurstaðna með því að greina staðbundnar niðurstöður fyrir sveitarfélög, hverfi, skóla og aðra hagsmunaaðila ár hvert. Markmið og tilgangur er að færa niðurstöðurnar til þeirra sem vinna með íslenskum ungmennum og vinna að því að bæta líf þeirra og umhverfi. Rík áhersla er lögð á að kortleggja og meta þá þætti sem skipta máli í lífi ungmenna hverju sinni og fylgjast með breytingum í samfélaginu. Hver og einn grunnskóli fær til að mynda niðurstöður fyrir sinn skóla sem nýttar eru endurmat, áherslubreytingar og skipulagningu á skóla- og frístundastarfi.
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…