Hátíð Hamarskotslækjar í tíunda sinn

Fréttir Jólabærinn

Hátíð Hamarskotslækjar verður haldin í tíunda sinn í Hafnarborg 14. desember kl. 15. Frábær skemmtun, fyrirlestur og kvikmyndasýning.

Hátíð til minningar um mikinn frumkvöðul

„Við höldum Hátíð Hamarskotslækjar í tíunda sinn,“ segir Steinunn Guðnadóttir, annar tveggja skipuleggjenda menningarhátíðarinnar til að minnast frumkvöðulsins Jóhannesar J. Reykdal.

„Hann reisir fyrstu rafstöðina til rafmagnsframleiðslu fyrir bæjarfélagið einn og óstuddur árið 1904. Hafnarfjarðarbær kaupir hana svo árið 1909,“ segir Steinunn.

„Jóhannes var fæddur 1874 og því 150 ár liðin fæðingu hans. Þá eru 120 ár frá því að þessi fyrsta almenningsrafveita var stofnuð. Það ár gifti hann sig einnig,“ segir Steinunn sem sá merki umsvifa Jóhannesar alls staðar í bænum sem barn.

„Ég er alin upp við Lækinn og fyrirtækin hans voru fyrir augunum á mér í uppvextinum,“ segir Steinunn sem heldur minningu hans á lofti ásamt Halldóri Árna Sveinssyni. Halldór hefur um 40 ára skeið tekið upp kvikmyndefni í Hafnarfjarðarbæ.

  • Hátíð Hamarskotslækjar verður í ár í Hafnarborg 14. desember kl. 15. Hægt er að hlýða á fyrirlestur og sjá kvikmyndasýningu Halldórs gjaldfrjálst.

 

10 kílómetra Kaldárhlaup

Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í minningu Jóhannesar J. Reykdal verður haldið sunnudaginn 15. desember. Hlaupið er frá Kaldárseli.

„Svo er hlaupið í mark á Strandgötunni. Grýla afhendir fyrstu verðlaun karla og kvenna og svo tíu útdráttarverðlaun,“ segir Steinunn. Hlaupið er í samvinnu við Hlaupahóp FH og styrkja Hópbílar, Fjarðarfréttir og Hafnarfjarðarbær hlaupið.

Mynd/Fjarðarfréttir

 

 

 

 

 

 

Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:

Nálgast má jólablaðið á öllum okkar söfnum og sundlaugum. Líka í þjónustuveri.
Ábendingagátt