Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnfirðingar og huldufólk fagna 100 ára afmæli Hellisgerðis. Andi liðinnar aldar, huldufólks og álfa verður allsráðandi í Hellisgerði um helgina þegar garðurinn fagnar 100 ára afmæli. Afmælishátíð verður haldin á laugardag og Álfahátíð á sunnudag.
Andi liðinnar aldar, huldufólks og álfa verður allsráðandi í Hellisgerði um helgina. Hellisgerði er hrauni prýddur skrúðgarður í hjarta Hafnarfjarðar hvaðan Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eiga góðar minningar og sögur síðustu áratugina. Garðurinn hefur frá upphafi þjónað mikilvægu samfélagslegu hlutverki sem grænt svæði, samverustaður og vettvangur upplifunar og leikja fólks á öllum aldri. Hellisgerði hefur hin síðustu ár stimplað sig inn sem heimur ljósadýrðar og ævintýra á aðventunni og hafa þúsundir gesta lagt leið sína í garðinn í aðdraganda jóla um leið og hið sívinsæla Jólaþorp í Hafnarfirði er heimsótt. Sagan segir að í Hellisgerði sé eitt mesta þéttbýli huldufólks á Íslandi.
„Hellisgerði er ein af perlum okkar Hafnfirðinga. Skrúðgarður sem staðsettur er í hjarta miðbæjarins og er vin í því mannlífi, menningu, verslun og þjónustu sem hefur byggst upp í Hafnarfirði hin síðustu ár. Við höfum lagt mikla áherslu á að efla og stækka garðinn, auka aðgengi hans og notkunarmöguleika. Það hefur svo sannarlega tekist sem sýnir sig best á þeim fjölda gesta sem heimsækir garðinn allt árið um kring. Þarna er opið kaffihús með gróðurhúsum yfir sumartímann og á aðventunni. Við höfum staðið í miklum endurbótum og uppbyggingu nú í sumar í tilefni af aldarafmælinu og getum nú með mjög góðu móti haldið þarna hátíðir, tónleika og veislur við alls konar tilefni í sérdeilis mögnuðu umhverfi á besta stað í bænum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Upplýsingar um Hellisgerði
Afmælishátíð í Hellisgerði laugardaginn 26. ágúst 2023
Álfahátíð í Hellisgerði sunnudaginn 27. ágúst 2023
Á laugardag verður blásið til afmælishátíðar í tilefni af 100 ára afmæli Hellisgerðis og mun hinn aldargamli garður fyllist af ljúfum tónum, leik á harmonikku að þjóðlegum sið og kórsöng auk þess sem Jazzhljómsveitin SE Sextett mun leika fyrir dansi með tónum frá 1930. Dansað verður um allan garð og munu fótafimir dansarar vera þar í fararbroddi og gestir hvattir til að stíga sporið og njóta stundarinnar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, ávarpar gesti og afhjúpar skilti um sögu og flóru garðsins við hjartað í Hellisgerði auk þess sem boðið verður upp á leiðsögn fagfólks um svæðið. Hægt verður að fræðast um tilurð Yngsta fiskimannsins við tjörnina, sagðar verða sögur af huldufólki og farið yfir þróun og sögu garðsins og samfélagsins á bak við uppbygginguna. Á sunnudag mun garðurinn faðma fjölskylduna alla með árlegri álfahátíð þar sem fremst fara álfadrottning, álfakóngur, bókaálfur, Benedikt Búálfur og dansandi Plié álfar svo fátt eitt sé nefnt. Gestir þann daginn eru hvattir til að mæta til álfahátíðar klædd álfabúningum. Hátíðirnar eru öllum opnar og dagskrá í anda þeirra hugmynda og gilda sem garðurinn hefur staðið fyrir í 100 ár.
Sögu Hellisgerðis má rekja aftur til 15. mars árið 1922. Þá hélt Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri trésmiðjunnar Dvergs framsögu á fundi hjá Málfundafélaginu Magna er hann nefndi „Getur félagið Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?“ Í framsögunni svaraði hann sjálfur spurningunni játandi með að koma upp skemmti- eða blómagarði sem yrði Magna til sóma og bænum til mikillar prýði. Í kjölfarið var stofnuð nefnd innan félagsins sem hafði það hlutverk að finna heppilegan stað fyrir garðinn. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hið svokallaða „Hellisgerði“ á milli Reykjavíkurvegar og Kirkjuvegar væri kjörið fyrir garðinn en þar var fyrir vísir að trjálundi. Haustið 1922 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að láta félaginu í té hið umbeðna garðstæði endurgjaldslaust. Vorið eftir var búið að girða Hellisgerði af og markviss ræktun hafin. Sumarið 1923 var haldin þar Jónsmessuhátíð til þess að afla fjár til starfseminnar og við það tækifæri afhenti Magnús Jónsson bæjarfógeti Málfundafélaginu Magna Hellisgerði formlega.
Í skipulagsskrá fyrir garðinn kemur fram að upphaflegur tilgangur hans var fyrst og fremst þríþættur. Í fyrsta lagi að vera skemmtistaður þar sem bæjarbúar ættu kost á að njóta ánægju og hvíldar í tómstundum sínum. Í öðru lagi að vekja áhuga bæjarbúa á blóma- og trjárækt og í þriðja lagi að geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar. Óhætt er að segja að upphaflegur tilgangur endurspeglist enn í þróun og uppbyggingu garðsins sem í dag er í eigu Hafnarfjarðarbæjar.
Fallegur og mikill snjór hefur fallið síðustu daga. Íbúar eru hvattir til að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða…
Valdimar Víðisson bæjarstjóri hefur nú heimsótt um 20 stofnanir bæjarins. Hann segir mikilvægt að skilja kjarna hverrar þeirrar sem bæjarstjóri…
Hafnarfjarðarbær og Framtíðar fólk ehf. hafa undirritað þjónustusamning um rekstur leikskólans Áshamars í Hafnarfirði. Hann verður 19. leikskólinn í bæjarfélaginu.
Nærri níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað eða 88%. Þá eru 86% íbúa ánægðir með…
Gera má ráð fyrir að áfram verði tafir á sorphirðu þessa vikuna. Fundað var með forsvarsmönnum Terra nú síðast í…
Við íbúar Hafnarfjarðar fáum tækifæri til að hafa áhrif á uppfærða umhverfis- og auðlindastefnu. Hægt er að koma með hugmyndir…
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
„Þótt námskeiðið sé fyrir ung börn er þetta svo mikið gert fyrir foreldra,“ segir María Gunnarsdóttir, sem heldur tónlistarnámskeið fyrir…
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…