Hér ríkir mikil starfsánægja

Fréttir

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar (TH) var stofnaður árið 1950 og hóf starfsemi sína með 16 nemendum, sem flestir stunduðu píanónám. Framan af var húsnæði skólans víða í bænum, þar til Hafnarfjarðarbær varð fyrsta sveitarfélagið til að byggja tónlistarskóla frá grunni, við Strandgötu, árið 1997. Húsnæðið er þó þegar við það að springa í dag en tækifærin eru mörg og margt framundan á afmælisárinu.

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar (TH) var stofnaður árið 1950 og
hóf starfsemi sína með 16 nemendum, sem flestir stunduðu píanónám. Framan af
var húsnæði skólans víða í bænum, þar til Hafnarfjarðarbær varð fyrsta
sveitarfélagið til að byggja tónlistarskóla frá grunni, við Strandgötu, árið
1997. Húsnæðið er þó þegar við það að springa í dag en tækifærin eru mörg og
margt framundan á afmælisárinu. Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi við Eirík Stephensen skólastjóra.

Eiríkur hóf störf sem skólastjóri TH í október 2018, eftir
21 ár sem skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Eiríkur er einnig annar
tveggja dúettsins Hundur í óskilum og annar tveggja höfunda tónlistar í
söngleiknum Gosa í Borgarleikhúsinu. Eiríkur segir tímann frá því að hann hóf
störf hjá TH hafa farið í að átta sig á skólanum, hvar skóinn kreppi og hvaða
möguleika skólinn hafi, en þeir séu mjög miklir. „Mér líður mjög vel hér og mér
hefur verið tekið rosalega vel af starfsfólki, foreldrum og stjórnsýslunni. Ég
er búinn að fjárfesta í húsnæði í bænum og fjölskyldan flytur hingað í vor. Mér
finnst ég kominn í allt öðruvísi starf en fyrir norðan, því skólarnir eru mjög
ólíkir.“

TonlistarskoliII

Vinasamband milli tónlistarskóla 

Meðal breytinga sem hafa átt sér stað undanfarna vetur er að
seinna árið í forskólanum var breytt úr hefðbundnu blokkflautunámi í að lært er
á blásturshljóðfæri í litlum hópum. „Við erum í miklu vinasambandi við
Tónlistarskólann í Garðabæ og í vetur réðum við Ingu Björk Ingadóttur
músíkþerapista í hlutastarf sem ráðgjafa og í kennslu. Okkur langar að geta
tekið á móti nemendum með sérþarfir, en skólinn hefur lagt mikinn metnað í
slíkt,“
segir Eiríkur. Einnig hafi vetrinum verið varið í breytingu á
tónfræðikennslu sem hefjist líklega næsta haust. Um sé að ræða tilraunaverkefni
í 2 ár í samstarfi við Listaháskóla Íslands. „Og svo langar okkur líka að vera
með ungbarnakennslu fyrir 3-12 mánaða.“

Fagmennska og þolinmæði einkennir kennsluaðferðirnar

Húsnæði TH er orðið of lítið fyrir alla starfsemina og segir
Eiríkur að verið sé að reyna að auka samstarf við grunnskóla, t.d. með því að
bjóða upp á hljóðfærakennslu í skólunum á skólatíma og létta þannig af rýminu í
húsnæðinu við Strandgötu. „Ég kem úr þannig kerfi í fyrra starfi. Sums staðar
er þetta hægt hér í bæ og það er vilji hjá skólunum með að skoða það. Við erum
að fá flotta aðstöðu í Skarðshlíðarskóla, erum líka með rytmísku deildina í
gamla Lækjarskóla og langar að fá hana hingað yfir. Við erum að skoða alla
möguleika á hvernig við getum stækkað skólann.“

Fjölmargir fyrrum nemendur að gera góða hluti

Á afmælisári tónlistarskólans verður hápunkturinn sjálf
afmælishátíðin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í nóvember, en Eiríkur segir að
allir viðburðir á árinu verði meira og minna helgaðir afmælinu. „Við erum að
móta þetta smám saman og okkur langar að hafa t.d. lúðrasveitadag, því það
gleymdist að halda upp á 60 ára afmæli Lúðrasveitar TH fyrir 2 árum. Lúðrasveit
Hafnarfjarðar er líka skipuð meira og minna nemendum og kennurum frá okkur. Svo
erum við auðvitað afar stolt af farsæla tónskáldinu Hildi Guðnadóttur. „Foreldrar
hennar, Ingveldur Ólafsdóttir og Guðni Franzson, voru samnemendur mínir í
tónlist fyrir löngu og ég hitti Hildi síðast þegar hún var eins árs. Ég hef að
sjálfsögðu fylgst með henni síðan. Þótt Hildur sé frægust nemenda við skólann í
dag er til langur listi til af fyrrum nemendum hér sem eru að gera góða hluti.
Skólinn er líka þekktur fyrir frábæran kennarahóp og hér ríkir mikil
starfsánægja,“
segir Eiríkur að lokum.  

Viðtal við Eirík birtist í bæjarblaðinu Hafnfirðingi 8. mars 2020.

Ábendingagátt