Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Lækur, athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda, flutti nýlega í Staðarberg 6. Þar er glæsilegt, hentugt og stórt húsnæði á einni hæð og því með betra aðgengi, líka fyrir hjólastóla og næg bílastæði fyrir framan.
Lækur, athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda, flutti nýlega í Staðarberg 6. Þar er glæsilegt, hentugt og stórt húsnæði á einni hæð og því með betra aðgengi, líka fyrir hjólastóla og næg bílastæði fyrir framan. Bæjarblaðið Hafnfirðingur kíkti í heimsókn skömmu áður en von var á daglegum gestum og spjallaði við Brynju Rut Vilhjálmsdóttur, forstöðumann Lækjar, um starfið og mikilvægi þess.
Húsakynnin eru verulega hlýleg
„Við erum afar ánægð hér í hentugra húsnæði fyrir alla sem þurfa á svona þjónustu að halda. Hér er t.d. baðherbergi fyrir fólk í hjólastól sem það getur nýtt sjálft og það hefur einmitt verið vel nýtt á meðan sundlaugarnar voru lokaðar og hér er þvottavél sem má nota að vild,“ segir Brynja. Fólk komi þegar því hentar og flæði sé yfir allan daginn. „Ég hef tekið eftir því að eftir að við fluttum hingað staldrar fólk lengur við og fleiri en við bjuggumst við. Fólki líður vel í húsnæðinu og við finnum það. Það er gaman að sjá að hingað hafa komið nokkrir forvitnir og orðið tíðari gestir eftir það. Það var mjög mikið að gera hérna fyrstu vikurnar sem er mjög ánægjulegt.“
Tónlistar- og kósýhorn
Stofan er vinsælasta samverurýmið
Í þessum sal fer fram fræðsla, jóga og ýmislegt annað
Gestir hafa aðgang að baðherbergi, snyrtiaðstöðu og þvottavél
Í Læk er boðið upp á morgunmat, hádegismat og kaffi gegn vægu gjaldi. „Það er oft aðsókn í matinn því gjarnan er þetta eina heita máltíð dagsins hjá gestum okkar og Lækur er fyrir marga eini félagslegi vettvangurinn. Hér hittir fólk annað fólk og þegar Hafnarfjarðarbær tók við rekstri Lækjar af Rauða krossinum 2018 var ákveðið að leggja ríka áherslu á virkni og fjölbreytta dagskrá,“ segir Brynja, en hún er menntuð félagsráðgjafi og starfaði áður á bráðageðdeild Landspítalans. „Svo er ég með almennan áhuga á geðheilbrigði og fyrstu æviárum barna og tengslamyndun. Ég hef verið að nýta mína krafta og þekkingu í mótun dagskrár og halda ýmis námskeið. Það er mjög gefandi að gera starfið lifandi og skemmtilegt. Það ríkir svo góður andi hér, við erum góð saman og samstarfsfólkið yndislegt. Við erum líka með gæfar hænur sem eru í umsjá gesta og þær gleðja.“
Í bakgarðinum er flottur pallur með húsgögnum sem mikið eru notuð og þarna eru hænur sem hafa slegið í gegn
Tvær hænanna
Aldur gesta er frá 18 ára til sjötugs, en meginaldur er frá 20 til 60 ára sem sækir Læk núna. Oftast er um að ræða einstæðinga eða að makinn er heima. „Það er næring gesta okkar að koma hingað og er þeim að kostnaðarlausu nema fyrrgreindar veitingar og svo einhverjir hundraðkallar fyrir efni á sum námskeið. Við opnum kl. 9 og erum með skipulagða starfsemi. Fólk kemur líka með eigið efni og verkefni og situr í hjarta hússins í stofunni að prjóna, spila og föndra og spjalla um daginn og veginn. Það kemur ný dagskrá í þessari viku þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk þess er væntanlegt í dagskrána snyrtivöru-, brjóstsykurs- og sápugerð, matreiðslunámskeið, dansleikfimi, myndlist, jóga og slökun, bókaklúbbur, bíókvöld, fræðsla, spil, púsl og það sem hverjum dettur í hug.“ Allir með merktan bolla
Jólakortagerð í desember
KertagerðBrjóstsykursgerð
Myndir/OBÞ og starfsfólk Lækjar. Forsíðumynd. F.v. Brynja Rut Vilhjálmsdóttir, Valur Páll Viborg og Guðbjörg Þórðardóttir, starfsfólk Lækjar.
Viðtal við Brynju Rut var birt í Hafnfirðingi 18. janúar 2021.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…