Sjá reglur fyrir verkefnið HÉR

Keppnisgreinarnar eru tvær:

  1. Vinnustaðakeppni þar sem keppt er um flesta þátttökudaga (hlutfallslega m.v. fjölda starfsmanna á vinnustaðnum)
  2. Kílómetrakeppni þar sem keppt er á milli liða um annars vegar flesta kílómetra og hinsvegar hlutfall kílómetra m.v. fjölda liðsmanna í liðinu

Hver þátttakandi ber ábyrgð á sínu öryggi. Hjólagarpar og línuskautafólk er hvatt til að nota hjálma og aðrar varnir, að sjálfsögðu að fara eftir umferðarlögum og taka tillit til annarra vegfarenda. 

Notum virkan ferðamáta!

Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu þess – sjá HÉR

Metnaðarfull heilsustefna fyrir Heilsubæinn Hafnarfjörð

Aukin þátttaka og hvatning til þátttöku í allra handa verkefnum er meðal þess sem lögð er áhersla á í nýlegri Heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaráætlun hennar. Í heilsustefnu Hafnarfjarðar er eitt aðalmarkmiðið að hlúa að almennri vellíðan íbúa, andlegri og líkamlegri, á öllum aldri og styrkja og efla sjálfsmynd og góða líðan. M.a. er lagt til aukið samstarf við félagasamtök, fagfólk, áhugafólk og heilsugæslu vegna heilsueflingar og vellíðunar og að upplýsingagjöf verði aukin varðandi þjónustu sem er í boði á því sviði. Að byggður verði upp samstarfsvettvangur viðkomandi aðila þar um, með þátttöku ungmennaráðs, öldungaráðs, ráðgjafaráðs, nýbúaráðs og hverfisráðs þar sem meðal annars verði unnið að verndandi þáttum gegn kvíða og vanlíðan. Heilsustefnan styður við þá sýn Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar að auka vellíðan íbúa bæjarins með fyrirbyggjandi aðgerðum. 

Sjá heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar HÉR