Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja í frábærar verslanir á Strandgötunni. Alice Clarke rekur Tíru svo eftir er tekið.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja í frábærar verslanir á Strandgötunni.
Tíra hefur staðið við Strandgötu frá því í febrúar. Þar ræður Alice Olivia Clarke ríkjum. Hún hannar og framleiðir vörur sínar, sem hún selur einnig meðal annars í Epal og í verslun Þjóðminjasafnsins. Endurskin einkennir vörurnar og þær ljóma. Tíra ber nafnið frá ljóstýru.
„Ég hef hannað undir merkjum Tíru frá árinu 2008. Endurskin er í öllu og því blandað í íslenska upp.“ Ullin er handgerð á Íslandi og hún nýtir einnig tvít frá Kormáki og Skyldi í slá sem hún hannar listilega og blandar íslenskri og merino-ull. Sjón er sögu ríkari. Vettlingar með endurskini, húfur sem lýsa upp við ljós, skóreimar, endurskinsmerki og svo margt fleira.
„Ég hanna bæði ein og í samvinnu við aðra, því það er svo skemmtilegt að fá annað sjónarhorn á verk sín,“ segir Alice sem selur einnig frá öðrum hönnuðum.
„Ég hef verið svo lengi í þessum bransa og kynnst skemmtilegum fólki á sýningum og ´viðar. Það fréttist út að ég sé með búð og það kemur til mín,“ segir Alice og nefnir að samstarfið við aðrar hönnunarverslanir í Strandgötu sé gott. Þau bendi á hver aðra þegar hönnuðir komi og vörur þeirra henti öðrum verslunum betur.
„Það er frábært,“ segir hún. Það styrki hönnunarverslanirnar að vera fleiri í Hafnarfirði.
Alice býr stutt frá búðinni og tók því fagnandi þegar rýmið opnaði. „Ég bý aðeins 100 skrefum frá,“ segir hún. „Þetta er mjög, mjög þægilegt,“ segir hún og hlær. Hún er frá Kanada en hefur búið rúm 30 ár á Íslandi.
„Ég kom fyrst í heimsókn 22 ára en flutti ári síðar.“ Spurð hvað heillaði við Ísland hlær hún og svarar: „Þú meinar: Hvað heitir hann?“
Ástin dró hana til Íslands en hún kynntist Kára Einarssyni arkitekt þegar hann var í námi í Ottawa í Kanada. „Akkúrat á fimmtudag voru 34 ár síðan við hittumst.“ Ísland er orðið heim fyrir Alice.
„Og svo kemur fólkið mitt í heimsókn,“ segir Alice. „Þetta er ekki eins erfitt og fyrir þrjátíu árum. Það er svo auðvelt að halda tengslum í dag, tala við fólkið og sjá það þegar það talar við mann. Nú sendi ég ekkert fax,“ segir hún og hlær.
Já, það er yndislegt að kíkja í verslanirnar á Strandgötu.
Opnunartími Tíru fylgir Jólaþorpinu.
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…
Sjósundsunnendur geta kvatt gamla árið og fagnað nýju á nýstárlegan hátt þetta árið. Sauna-klefi verður við Langeyrarmalir á gamlárs- og…