Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjölmennt var á kynningarfundi um þróunaráætlun Hraun vestur-svæðisins sem haldinn var í Bæjarbíói síðdegis 23. maí. Stefnt er að því að svæðið breytist úr því að vera einna helst atvinnusvæði í að verða blönduð byggð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Fjölmennt var á kynningarfundi um þróunaráætlun Hraun vestur-svæðisins sem haldinn var í Bæjarbíói síðdegis 23. maí. Lögð var fram tillaga um að svæðið breytist úr því að vera einna helst atvinnusvæði í að þar rísi um 2500- 3000 íbúðir á næstu 25 árum.
Kristján Örn Kjartansson frá KRADS og Jóhann Einar Jónssyni frá Teiknistofunni arkitektar kynntu tillögu að framtíðarsýn fyrir svæðið. Hún er að það fái að þróast og byggjast upp á grunni núverandi byggðar og forsendna úr þróunaráætluninni að frumkvæði einstakra lóðarhafa og hugmynda þeirra. Horft er til að íbúðir nýti 71% byggingarmagns á móti 29% fyrir atvinnustarfsemi; fyrir skrifstofur, iðnað, verslu, þjónustu og veitingar. Það eru alger umskipti hlutfals nýtingar frá því sem nú er.
Byggingarmagn á svæðinu öllu verður samkvæmt fullbyggðri tillögu 382.500 m2, þar af 272.325 m2 fyrir íbúðir/gistingu. Nú eru vel yfir 100 fyrirtæki í ýmiskonar atvinnustarfsemi á svæðinu og um 100 íbúðir. Stefnt er að því að lóðahafar og eigendur húsnæðisins nýti núverandi byggingar eins og kostur er þegar hverfið tekur breytingum.
Kristján lagði áherslu á að þróunaráætlunin sé leiðarvísir að samvinnu skipulagsyfirvalda og lóðarhafa. Á fundinum var farið yfir tímalínu aðalskipagsbreytinga svæðisins.
Fram kom hjá þeim Kristjáni og Jóhanni að mikilvægt væri að uppbyggingin tæki mið af fyrirliggjandi byggðamynstri og atvinnustarfsemi. Markmiðið væri einnig að gefa kost á uppbyggingarmöguleikum og blandaðri notkun. Gefa eigi hverfinu færi á að umbreytast hægfara í þétta, blandaða byggð; en í blandaðri byggð er bæði að finna íbúðir og atvinnustarfsemi þannig að innviðir nýtist betur og mannlífið styrkist.
Markmiðið er einnig að styðja við atvinnustarfsemi, meðal annars þannig að svipaður fjöldi fermetra sé nýttur fyrir hana í framtíðinni og nú, þó hún verði ekki endilega sú sama og nú.
Stefnt er að því að hverfið verði svonefnt 5 mínútna hverfi. Það er að um fimm mínútna göngufjarlægð verður frá miðju þess í alla þjónustu. Staðsetningar helstu grunnþjónustu samfélagsins, eins og skóla, leikskóla, matvöruverslana, bílastæðahúsa, bílastæðakjallara og helstu tenginga við almenningssamgöngur eru með um einnar mínútu millibili.
Leggja á áherslu á vistvænar byggingarleiðir, efnisnotkun og framkvæmdaferla. Tillagan gerir ráð fyrir ramma utan um núverandi byggð meðal annars að bætt verði við hæðum á hluta núverandi bygginga eða byggt við/á milli þeirra þar sem standa auð eða vannýtt svæði. Styðja á við atvinnustarfsemi og auka fjölbreytni atvinnutækifæra innan hverfisins.
Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 – Hraun vestur.
Að kynningu lokinni sátu hönnuðir skipulagsins og skipulagsfulltrúi Lilja Grétarsdóttir fyrir svörum. Fram fóru uppbyggilegar umræður þar sem fram komu ýmsar skoðanir á málinu og voru ræddar. Fundurinn var tekinn upp og verður hægt að horfa á hann á netinu. Upptakan verður aðgengileg næstu daga.
Kynning frá kynningarfundi fimmtudaginn 23. maí 2024
Já, þetta er afar metnaðarfull framtíðarsýn sem gerir Hafnarfjörð enn betri!
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…