Hugviti – Frá hugmynd í heimahöfn

Fréttir

Hugviti – frá hugmynd í heimahöfn, er nýr viðskiptahraðall á vegum Hafnarfjarðarbæjar í umsjón Nýsköpunarsetursins við Lækinn og Menningar- og ferðamálanefndar bæjarins. Hraðallinn er ætlaður fyrirtækjum og einstaklingum í ferðaþjónustu með það að markmiði að efla ferðaþjónustu í Hafnarfirði. Hvort sem um er að ræða aukna afþreyingu, bætta þjónustu eða annan söluvarning. Umsóknarfrestur er til 14. september.

Nýr viðskiptahraðall ætlaður ferðaþjónustu í Hafnarfirði

Hugviti – frá hugmynd í heimahöfn, er nýr viðskiptahraðall á vegum Hafnarfjarðarbæjar í umsjón Nýsköpunarsetursins við Lækinn og Menningar- og ferðamálanefndar bæjarins. Hraðallinn er ætlaður fyrirtækjum og einstaklingum í ferðaþjónustu með það að markmiði að efla ferðaþjónustu í Hafnarfirði. Hvort sem um er að ræða aukna afþreyingu, bætta þjónustu eða annan söluvarning.

Skapandi miðstöð fyrir frumkvöðla

Nýsköpunarsetrið verður skapandi miðstöð fyrir frumkvöðla, fyrirtæki, nemendur og starfsfólk skólanna í sveitarfélaginu sem hefur þann tilgang að ýta undir, efla og styðja við nýsköpun, tæknilæsi, skapandi hugsun og framgang hugmynda á öllum sviðum. Aðsetur verður á fyrstu hæðinni í Menntasetrinu við lækinn (gamli Lækjarskóli), þar sem ungmenni úr vinnuskóla Hafnarfjarðar hjálpuðu til við að koma Nýsköpunarsetrinu í gott stand. Þau tóku meðal annars stóra salinn í gegn, tóku niður eldhúsinnréttingu, gerðu listaverk sem prýða veggina og margt fleira.

Áhersla er lögð á fyrirmyndar aðstöðu fyrir alla hópa samfélagsins og rík áhersla lögð á virka þátttöku íbúa og fyrirtækja í bænum. Setrið mun bjóða upp á skapandi rými og aðgengi að tæknibúnaði. Að auki verður þar til staðar framúrskarandi starfsfólk sem hefur brennandi áhuga og þekkingu á nýsköpun til að aðstoða fólk við að auka hæfni sína og koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

Sjá fyrri frétt Vinna hafin við Nýsköpunarsetur Hafnarfjarðar  | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Hraðallinn hefst í lok september og stendur yfir í átta vikur, þar til honum lýkur með lokahófi í um miðjan nóvember

Hraðalinn er opinn öllum áhugasömum, hvort sem um er að ræða rótgróin fyrirtæki, sprotafyrirtæki, einstaklinga eða hvern sem er. Svo lengi sem markmið verkefnisins er að draga að ferðamenn og/eða fá þá til að velja að staldra við og njóta í Hafnarfirði.

Þau verkefni sem sækja um þurfa að

– Styðja við og efla ferðaþjónustu í Hafnarfirði

– Hvert teymi þarf að samanstanda af allt að þremur einstaklingum

– Hafa metnað, áhuga og tíma til að nýta sér allt það sem hraðallinn hefur upp á að bjóða

Stuðningur við hugmyndaríka Hafnfirðinga

Ekki er gerð krafa um neina reynslu af nýsköpun eða rekstri, einungis um metnað og brennandi áhuga á ferðaþjónustu. Tilgangur setursins er að styðja við einstaklinga, hópa, starfsfólk, alla Hafnfirðinga með hugmyndir sem geta orðið að einhverju stærra og vísa þeim svo áfram veginn þegar hugmyndin er tilbúin til framkvæmdar. Hraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en gerð er rík krafa um að þau teymi sem valin eru í hraðallinn taki virkan þátt í öllu ferlinu.

Hugviti er unnin í samstarfi við fyrirtækið RATA sem hefur staðið þétt við bakið á frumkvöðlum á Íslandi seinustu ár. Jafnframt vekjum við athygli á því að þau verkefni sem ekki verða valin inn í hraðalinn munu samt sem áður geta fengið stuðning og aðstoð hjá Nýsköpunarsetrinu í vetur.

Opnað var fyrir umsóknir í dag, mánudaginn 14. ágúst, en umsóknarfrestur er til 14. september. Umsóknina má nálgast hér Umsókn í Hugvita | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um og ef einhverja spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við Nýsköpunarsetrið á samfélagsmiðlum:

Nýsköpunarsetrið við Lækinn (@nyskopunarsetrid) • Instagram photos and videos

Nýsköpunarsetrið við Lækinn | Hafnarfjörður | Facebook eða á margretk@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt