Hundrað ný tré í Cuxhavenlundi

Fréttir

Rúmlega þrjátíu ár eru liðin síðan fyrstu trén voru gróðursett í Cuxhavenlundi, þá í tilefni af 40 ára stjórnmálasambandi Íslands og Þýskalands. Hefðin fyrir gróðursetningunni hefur haldist og nýverið kom sex manna hópur frá Cuxhaven í heimsókn gagngert til að gróðursetja hundrað ný tré til viðbótar í lundinn sem hefur heldur betur tekið út vöxt og grósku með hverju árinu. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur annast lundinn frá upphafi með miklum sóma.

Hefð fyrir gróðursetningunni í rúm þrjátíu ár

Rúmlega þrjátíu ár eru liðin frá því að fyrstu trén voru gróðursett í Cuxhavenlundi, þá í tilefni af 40 ára stjórnmálasambandi Íslands og Þýskalands. Hefðin fyrir gróðursetningunni hefur haldist og nýverið kom sex manna hópur frá Cuxhaven í heimsókn gagngert til að gróðursetja hundrað ný tré til viðbótar í lundinn sem hefur heldur betur tekið út vöxt og grósku með hverju árinu. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur annast lundinn frá upphafi með miklum sóma.

Einstakur og skjólsæll lundur við Hvaleyrarvatn  

Það var þann 29. september árið 1992 sem fyrstu trén voru gróðursett í vinalundinn af þáverandi bæjarstórum vinabæjanna; þeim Albrecht Harten og Guðmundi Árni Stefánssyni. Í upphafi gáfu Cuxhavenbúar 5.000 þýsk mörk til skógræktar í lundinum. Sex manna hópur frá vinabænum Cuxhaven kom í heimsókn í byrjun októbermánaðar m.a. til að gróðursetja hundrað trjáplöntur í þennan einstaka og skjólsæla vinalund vinabæjanna við Hvaleyrarvatn. Trén eru græn gjöf frá vinabæjarfélaginu í Cuxhaven. Meðal gestanna  voru Hans-Wilhelm Eitzen formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og Marion Dick varaformaður auk Wolfs-Rudiger Dick, heiðurskonsúls Íslands í Cuxhaven. Hluti af stjórn vinabæjarfélagsins í Hafnarfirði tók fagnandi á móti hópnum og aðstoðaði við gróðursetninguna.

Gróðursetningin sjálf kallar líka á samstarf

Það var þýskíslenskur hópur sem kom að gróðursetningu trjánna á fallegum degi í upphafi mánaðar. Gróðursetningin gekk vel og hratt fyrir sig og þar unnu hratt hendur meðal annars stjórnarmanna í vinabæjunum tveimur.

Talið frá vinstri: Gísli Ó. Valdimarsson formaður vinabæjafélagsins í Hafnarfirði, Lothar Matthes Cuxhaven, Melanie Eitzen-Fischer, Hans-Wilhelm Eitzen formaður vinabæjafélagsins í Cuxhaven, Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi, Marion Dick, varaformaður vinabæjafélagsins í Cuxhaven, Andri Ómarsson, stjórn vinabæjafélagsins í Hafnarfirði, Sunna Magnúsdóttir stjórn vinabæjafélagsins í Hafnarfirði, Guðjón Steinar Sverrissonstjórn vinabæjafélagsins í Hafnarfirði, Wolf-Rüdiger Dick heiðursræðismaður Íslands í Cuxhaven og Richard Schütt garðyrkjustjóri í Cuxhaven.

Takk fyrir gjöfina kæru vinir og fyrir vináttu um áratuga skeið!

Ábendingagátt