Húsaleigubætur – endurnýjun

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir endurnýjun á húsaleigubótum vegna ársins 2016.  Sótt er um rafrænt á ,,Mínum síðum‘‘  

Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur vegna ársins 2016

Opnað hefur verið fyrir endurnýjun á húsaleigubótum vegna ársins 2016. Sótt er um rafrænt á ,,
Mínum síðum ‘‘ á
www.hafnarfjordur.is.  Umsókn ásamt staðfestu afriti skattframtals 2015 skal berast í síðasta lagi þann 16. janúar 2016. Berist umsókn og/eða fylgigögn síðar munu greiðslur vegna janúar falla niður. Ath. hafi staðfestu afriti skattframtals 2015 þegar verið skilað er ekki nauðsynlegt að gera það aftur. Ekki er tekið við öðru en staðfestu afriti.

Þegar umsókn er send rafrænt þarf að hafa aðgang að ,,
Mínum síðum ‘‘.  Við nýskráningu á ,,
Mínar síður ‘‘ berst lykilorð í heimabanka viðkomandi aðila. Bent skal á að starfsfólk Þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar aðstoðar við innskráningu sé þess óskað.

Vakin er athygli á því að í 4. gr. reglugerðar um húsaleigubætur nr. 118/2003 segir. ,,Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar.

Ábendingagátt