Hvað finnst þér um vefinn okkar?

Fréttir

Nemendur í vefmiðlun í Háskóla Íslands eru að vinna að verkefni sem felst í greiningu á vef Hafnarfjarðarbæjar. Í loftinu er netkönnun þar sem kallað er eftir viðhorfum við vefsins og upplýsingum um notkun. 

Nemendur í vefmiðlun í
Háskóla Íslands eru að vinna að verkefni sem felst í greiningu á vef
Hafnarfjarðarbæjar – www.hafnarfjordur.is . Þau hafa m.a. tekið viðtöl við
starfsfólk og íbúa, unnið greiningu á umferð um vefinn, skipulagt
flokkunaræfingu til að rýna skipulag vefsins, eru að vinna samanburðargreiningu
á öðrum vefjum og núna er í gangi netkönnun.

Í þessari netkönnun er kallað
eftir viðhorfum til vefsins og upplýsingum um notkun á honum. Einnig er spurt
sérstaklega um Mínar síður . Það er okkur afar mikilvægt að fá góða þátttöku og
því viljum við styðja eindregið við þátttöku í könnun nemendanna. Þetta ætti
ekki að taka meira en 3-5 mínútur.

Taka þátt í netkönnun

Ábendingagátt