Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Eitt af meginmarkmiðum Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er að hvetja bæjarbúa að stunda útivist í upplandi Hafnarfjarðar. Í gær var undirritaður formlegur samningur við Guðna Gíslason, eiganda Ratleiks Hafnarfjarðar og Hönnunarhússins, sem hefur haft veg og vanda af skipulagi og framkvæmd á Ratleik Hafnarfjarðar síðustu 12 árin.
Ratleikur er góð leið til þess auk þess að ýta undir hreyfingu og skemmtilega samverustund fjölskyldna og vina. Markmið með Ratleik Hafnarfjarðar er að bjóða bæjarbúum og vinum Hafnarfjarðar á öllum aldri upp á skemmtilegan leik í upplandi Hafnarfjarðar þar sem náttúra og umhverfi eru kynnt með áhugaverðum hætti. Ratleikurinn hefst ár hvert í byrjun júní og lýkur um miðjan september. Þátttakendur, sem farnir eru að telja á hundruðum ár hvert, hafa þennan tíma til að safna 27 ratleiksmerkjum sem staðsett eru víðsvegar um uppland bæjarins. Kortin fást frítt m.a. í ráðhúsi Hafnarfjarðar, Fjarðarkaupum, Bókasafni Hafnarfjarðar, á sundstöðum, í íþróttahúsum, Músik og sport, Altis, á bensínstöðvum og víðar.
Það þótti tilvalið að skrifa undir samstarfssamning um Ratleik Hafnarfjarðar á Hamrinum en þaðan er gott útsýni til allra átta. Fanney D. Halldórsdóttir fræðslustjóri, Guðni Gíslason og Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar undirrituðu og handsöluðu samkomulag um Ratleik Hafnarfjarðar.
Ratleikur Hafnarfjarðar 2019 – tilvalinn fjölskylduleikur
Þema Ratleiks Hafnarfjarðar er mismunandi á milli ára og í ár er áhersla lögð á „jarðmyndanir“. Fjölmargt hefur áhrif á útlit landsins og áhrifavaldarnir geta verið eldgos, jarðhræringar, veður og vatn en leikurinn leiðir þátttakendur að ýmsum áhugaverðum stöðum. Allir þátttakendur fá frítt vandað ratleikskort og leita að 27 ratleiksmerkjum sem staðsett eru víðs vegar um uppland bæjarins. Sum merkjanna eru stutt frá bænum, t.d. við Hvaleyrarvatn og Stórhöfða en önnur eru lengra, í Helgadal, á Helgafelli, í Litlu-borgum, í Sauðabrekkugjá, Fjallgjá, Réttarklettum, Óttastaðaseli og víðar og sum jafnvel rétt út fyrir bæjarmörkin eins og á Fjallinu eina og hinu merkilega fyrirbrigði Urðarás. Guðni Gíslason leggur leikinn í 12. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur út leikinn í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Ómar Smári Ármannsson hefur um árabil aðstoðað við val á ratleiksstöðum ásamt því að rita fróðleiksmola en hann er manna kunnugastur á Reykjanesskaganum og heldur úti fróðleikssíðunni: www.ferlir.is
Nánar má sjá um leikin á ratleikur.blog.is og á www.facebook.com/ratleikur Þátttakendur eru hvattir til að deila myndum úr leiknum og merkja #ratleikur2019
Metnaðarfull heilsustefna fyrir heilsubæinn Hafnarfjörð
Hafnarfjarðarbær gekk til samninga við Embætti landlæknis í mars 2015 um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag og hefur sveitarfélagið í samstarfi við íbúa, starfsmenn og aðra hagsmunaaðila mótað heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar og lagt fram aðgerðaáætlun sem talar beint saman við stefnuna. Í heilsustefnu Hafnarfjarðar er eitt aðalmarkmiðið að hlúa að almennri vellíðan íbúa, andlegri og líkamlegri, á öllum aldri og styrkja og efla sjálfsmynd og góða líðan. Heilsustefnan styður við þá sýn Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar að auka vellíðan íbúa bæjarins með fyrirbyggjandi aðgerðum.
Sjá heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar HÉR
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…