Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2015

Fréttir

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Hafnarfjarðar 2015

Íþróttakona og –karl Hafnarfjarðarbæjar árið 2015 verða krýnd á viðurkenningarhátíð sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu þriðjudaginn 29. desember. Hátíðin hefst stundvíslega kl. 18:00.

Athugið að beint streymi er frá hátíðinni í kvöld á forsíðu heimasíðu bæjarins: 
www.hafnarfjordur.is

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd verða með afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna, Íslandsmeistara, hópa Bikarmeistara, Norðurlandameistara og sérstakra afreka, ásamt vali á 

íþróttakonu og íþróttakarli Hafnarfjarðar
 á árinu 2015.  Afhendingin fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu þriðjudaginn 29. desember kl. 18:00.

 

Dagskrá hátíðar

  • Samkoman sett
  • Viðurkenningar til þeirra sem urðu Íslandsmeistarar 2015
  • Viðurkenningar til þeirra sem urðu bikarmeistarar 2015
  • Viðurkenningar vegna sérstakra afreka á árinu 2015
  • Afhending Í.S.Í bikars
  • Afhending viðurkenningarstyrkja til íþróttafélaga
  • Úthlutun styrkja vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri
  • Viðurkenning til ,,Íþróttaliðs ársins” 2015
  • Viðurkenningar til þeirra hafnfirsku íþróttamanna sem fram úr skara og eru hvetjandi fyrir ástundun íþrótta
  • Lýst kjöri á ,,Íþróttakonu og íþróttakarli Hafnarfjarðar” 2015


Léttar veitingar í boði hússins. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og fagna.

 

Dagskrá

Ábendingagátt