Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2022 verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag miðvikudaginn 10. nóvember. Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta sveitarfélagsins nemur 842 milljón króna á árinu 2022. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 2,5% af heildartekjum eða 886 milljónir króna. Áætlun gerir ráð fyrir að rekstur A-hluta verði jákvæður fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 1,1 milljarð króna og afkoma A-hluta jákvæð um 106 milljónir króna.
Undanfarin misseri hefur verið lögð áhersla á að lágmarka áhrif Covid-19 faraldursins á íbúa Hafnarfjarðar og hindra að efnahagsáfallið leggi klafa á bæjarfélagið til frambúðar. Samtímis hefur verið unnið að uppbyggingu innviða og nýrra hverfa sem leiða munu til verulegrar fjölgunar íbúa á komandi árum. Hafnarfjarðarbær, eins og önnur sveitarfélög, sér fram á áframhaldandi hækkun kjarasamningsbundinna launa og ört vaxandi útgjöld vegna félagslegrar þjónustu sem vegur æ þyngra í rekstri bæjarins. Stefnt er að því að afborganir eldri lána verði umfram nýjar lántökur í A-hluta og að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar verði komið niður í 97% í árslok 2022 og hefur það ekki verið lægra í áratugi.
„Fjárhagsáætlun næsta árs ber með sér að aðhald í rekstri og varnarviðbrögð bæjaryfirvalda við efnahagslegum áhrifum Covid-faraldursins hafa skilað árangri. Áhersla hefur verið lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið, en bæjarsjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á yfirstandandi fjárhagsári,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri. „Framundan er mikil uppbygging í nýjum hverfum og þéttingarreitum. Reikna má með umtalsverðri íbúafjölgun í Hafnarfirði á næstu árum. Við stefnum að því að fjárfesta fyrir rúmlega 5 milljarða króna á árinu 2022, en eins og hjá öðrum sveitarfélögum hefur aukinn launakostnaður haft mikil áhrif á rekstur bæjarins. Þrátt fyrir það er áætlað að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar fari undir 100% fyrir lok ársins 2022 og markar það tímamót í rekstri bæjarins.“
Fjárheimild til framkvæmda er um 5 milljarðar króna árið 2022. Í áætlun er lögð áhersla á forgangsröðun í grunnþjónustu, svo sem umhverfismálum, samgöngum, íþróttaaðstöðu, húsnæði og fráveitumálum.
Áfram verður unnið að gatnagerð í íbúðarhverfi í Hamranesi sem nú er að byggjast upp og hafin gatnagerð í nýju íbúðahverfi í Áslandi. Frágangi á nýbyggingarsvæðum víðsvegar um bæinn verður haldið áfram, svo sem lok malbikunar, gerð stétta, stíga, leiksvæða og almennri grænkun svæða. Endurgerð gangstétta og gönguleiða í bænum heldur áfram og sérstöku fjármagni verður varið í að efla hjólreiðaleiðir í sveitarfélaginu. Þá má nefna að við Hvaleyrarvatn mun hefjast vinna við framkvæmdir í samræmi við deiliskipulag og er sérstaklega horft til þess að bæta aðgengismál, áningarsvæði, stíga og bílastæði. Sérstöku fjármagni er ráðstafað til að fegra Hellisgerði sem verður 100 ára árið 2023. Endurnýjun gatnalýsingar með LED-væðingu mun ljúka að mestu á næsta ári. Hafinn verður undirbúningur að nýjum leik- og grunnskóla í Hamranesi. Þá verður lokið við endurnýjun grasvalla á félagssvæðum FH og Hauka á næsta ári, auk fjölmargra annarra framkvæmda.
Afborganir umfram lántökur í A-hluta
Áætlun gerir ráð fyrir að tekið verði lán í A-hluta fyrir um 850 milljónir króna en þar sem afborganir eldri lána vega þyngra er gert ráð fyrir að fjármögnun lánastofnana lækki um rúmar 200 milljónir króna á árinu 2022 í heildina. Gert er ráð fyrir að 500 milljón króna lántöku vegna fjárfestinga húsnæðisskrifstofu en leigugreiðslur standa undir afborgunum og vöxtum af þeim lánum. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 97% í árslok 2022 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019, áður en Covid-19 faraldurinn skall á.
Afgreiðsla fjárhagsáætlunar
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar er lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 10. nóvember 2021. Fjárhagsáætlun nær til næsta árs auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2023-2025. Gert er ráð fyrir að síðari umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn verði miðvikudaginn 8. desember 2021.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…