Kalla eftir endurskoðun á forsendum húsnæðisstuðnings

Fréttir

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á miðvikudag var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin gagnrýnir nýja löggjöf um húsnæðisstuðning og skorar á Alþingi að endurskoða grunnfjárhæðir og önnur skilyrði þessa stuðnings. Þriðjungs fækkun hefur orðið í hópi þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði og óskar bæjarstjórnin eftir því að ástæður þeirrar fækkunar séu rýndar og gengið úr skugga um að lög um húsnæðisstuðning nái tilgangi sínum.  

Á
fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á miðvikudag var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin gagnrýnir
nýja löggjöf um húsnæðisstuðning og skorar á Alþingi að endurskoða
grunnfjárhæðir og önnur skilyrði þessa stuðnings. Þriðjungs fækkun hefur
orðið í hópi þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði og óskar
bæjarstjórnin eftir því að ástæður þeirrar fækkunar séu rýndar og gengið úr
skugga um að lög um húsnæðisstuðning nái tilgangi sínum.  

„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir áhyggjur
fjölskylduráðs af þróun sérstaks húsnæðisstuðnings í kjölfar breytinga á lögum
þar að lútandi um síðustu áramót. Miðað við fyrirliggjandi gögn um fjölda
þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði virðist ný löggjöf ekki
vera að ná tilgangi sínum. Milli ára fækkar móttakendum sérstaks
húsnæðisstuðnings í Hafnarfirði um þriðjung í kjölfar breyttra laga.“
Segir í ályktuninni.

„Jafnframt skorar bæjarstjórn á Alþingi að taka til
skoðunar grunnfjárhæðir húsnæðisbóta við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2018
eins og lögin kveða á um, þar sem sérstaklega verði rýnd áhrif nýrra skilyrða á
fjölda þeirra sem eiga rétt á þessum stuðningi og metið hvort sú þróun
samrýmist þeim tilgangi laganna að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda
vegna leigu á íbúðahúsnæði.“

Ábendingagátt