Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Karmelklaustrið við Ölduslóð hlaut heiðursskjöld Snyrtileikans 2020 sem afhentur var við hátíðlega athöfn í Gróðrarstöðinni Þöll nú í vikulok. Níu eigendur sérbýlishúsa fengu viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða og þar af fengu tveir garðar sérstaka hvatningarviðurkenningu þar sem þeir eru með fyrstu görðunum sem eru tilbúnir í Skarðshlíðinni, nýjasta íbúðahverfi Hafnarfjarðar. Sólgarður að Óseyrarbraut 27b fékk viðurkenningu fyrir að vera snyrtilegasti garðurinn við fyrirtæki.
Snyrtileikinn heiðraður í Hafnarfirði
Karmelklaustrið við Ölduslóð hlaut heiðursskjöld Snyrtileikans 2020 sem afhentur var við hátíðlega athöfn í Gróðrarstöðinni Þöll nú í vikulok. Níu eigendur sérbýlishúsa fengu viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða og þar af fengu tveir garðar sérstaka hvatningarviðurkenningu þar sem þeir eru með fyrstu görðunum sem eru tilbúnir í Skarðshlíðinni, nýjasta íbúðahverfi Hafnarfjarðar. Sólgarður að Óseyrarbraut 27b fékk viðurkenningu fyrir að vera snyrtilegasti garðurinn við fyrirtæki. Sólgarður býr yfir fjölbreyttu úrvali af gróðri og hinum ýmsu tegundum af hellum og steinum sem er einstaklega kærkomið á annars gráu svæði og ekki skemmir fyrir fallegt útsýni yfir hvorutveggja Hvaleyri og lón.
Birkiberg er stjörnugatan er annað sinn – samstaða um snyrtileika ekki sjálfgefin
Stjörnugatan í ár er Birkiberg. Einstaklega ánægjulegt er að keyra þessa fallegu götu í Setberginu og sjá hversu vel íbúar standa saman að því að halda við görðum í götunni, því árið 2007 var þessi gata einnig valin stjörnugata. Það er alveg sama hvert litið er alls staðar er snyrtimennskan til fyrirmyndar, gróðurinn fjölbreyttur og öll götumynd virkilega falleg. Margir fallegir garðar eru í þessari götu og fær einmitt einn garður götunnar einnig viðurkenningu í ár. Það er ekki sjálfgefið að íbúar standi svo vel saman en íbúar Birkibergs fá hrós fyrir samstöðuna og fyrir að vera frábær fyrirmynd fyrir aðra.
Heiðursskjöldinn fær Karmelklaustrið í Hafnarfirði
Árið 1939 stofnuðu hollenskar Karmelnunnur klaustur í Hafnarfirði en 1984 tóku Karmelnunnur frá Póllandi við klaustrinu og eru þær tólf talsins í dag. Í klausturgarðinum er yndislegur garður sem nunnurnar hafa gert meira og minna sjálfar. Í miðjum garði er Karmelfjall, en það fjall er í Palestínu og á þessu fjalli hófst búseta einsetumanna sem lifðu samkvæmt skipulagðri reglu sem var upphafið af reglunni eins og hún er í dag. Karmel þýðir garður. Á 13. öld breiddist Karmelreglan út um alla Evrópu. Systurnar báru með sér hingað til lands nýjungar í grænmetisræktun og voru í upphafi ræktaðar grænmetistegundir sem fáir Hafnfirðingar höfðu séð enda á þessum árum aðallega ræktaðar hér kartöflur og rófur.
Í garðinum ríkir greinilega ákveðin hugmyndafræði en þar má finna griðastað fyrir hverja og eina nunnu, ásamt litlum bænahúsum. Mikil ró og kyrrð hvílir yfir þessum fallega klausturgarði og það er aðdáunarvert að sjá hversu mikla eljusemi hefur þurft til að koma þessum garði á legg. Mikil fjölbreytni er í trjám og gróðri ásamt ræktun grænmetis og berjarunna til eigin nota. Þarna má einnig finna jarðarber og í gróðurhúsi þeirra eru ræktuð vínber og ávaxtatré. Það dylst engum hversu mikil áhrif nunnurnar á Ölduslóð hafa haft á samfélag okkar hér í Hafnarfirði. Þær hafa verið samofnar menningu okkar og lífi í hartnær 80 ár. Þær helga líf sitt trúnni á Jesú Krist og hefur bærinn okkar skipað stóran sess í bænum þeirra. Fyrir þetta ber að þakka og er það með mikilli gleði sem Hafnarfjarðarbær færir Karmelsystrum heiðursskjöldinn í ár.
Yfirlit yfir fallegustu og snyrtilegustu garðana 2020
Fallegustu og snyrtilegustu garðarnir í Hafnarfirði 2020 eru eftirfarandi og látum við hér fylgja með þá umsögn sem rituð var um hvern garð fyrir sig.
Blómvellir 13
Garðurinn þykir ákaflega fallegur og hefur verið um árabil. Aðkoma að húsi er opin og tekur vel á móti gestum og gangandi. Hönnun er nútímaleg þar sem mikið er um hellulagða fleti með fallegum húsgögnum, gróðri í pottum, fallegum kerum og afskornum blómum í vasa. Alls staðar þar sem litið er, er snyrtimennskan í fyrirrúmi og hafa eigendur einnig hugað að nærumhverfi sínu sem er til mikillar fyrirmyndar. Um er að ræða einstaklega fallegan garð í nýju hverfi í bænum.
Klukkuberg 1a
Þegar útsendari bæjarins fór í þennan garð í miklu rigningarveðri vakti snyrtimennskan strax athygli. Gönguleiðin að húsinu var svo snyrtileg, með fjölbreyttum gróðri í upphækkuðum beðum, að auðvelt var að gleyma stað og stund í rigningunni. Fyrir framan aðkomudyrnar voru pottar með fallegum plöntum og þegar inn í garðinn var komið lá strax fyrir að þarna voru eigendur greinilega áhugamenn um að gera garðinn sinn fallegan og hafa snyrtilegt í kringum sig. Dvalarsvæði voru fjölbreytt með grasi, hellum, grús- og timburgönguleiðum og þarna mátti sjá áhrif frá japönsku görðunum þar sem einfaldleikinn er hafður að leiðarljósi og náttúrulegur efniviður er notaður í garðhönnun. Í þessum garði er örugglega gott að taka nokkrar jógaæfingar.
Norðurvangur 29
Í Norðurbænum lúrir þessi fallegi garður sem er einstaklega snyrtilegur og fallega viðhaldið. Innan um hraunbolla og gjótur er búið að planta fjölbreyttu gróðurúrvali, búa til tjörn og þarna er auðvelt að finna friði og þægilegt að setjast niður og njóta í nálægð við hraunið og klettana. Dvalarsvæðin eru falleg og snyrtileg og greinilega hefur verið tekið til hendinni því einnig má finna mjög myndarlega ræktun matjurta ásamt því að þarna eru landnámshænur sem greinilega hafa það gott. Garðurinn er góður heima að sækja og upplifa þann garðáhuga sem í þessum garði býr.
Birkiberg 42
Aðkoman vakti strax athygli. Holtagrjót á lóðarmörkum með fallegum rósum ásamt öðrum gróðri. Hellulögnin ný sópuð og grasið alveg sérstaklega fallegt þar sem búið var að kantskera þannig að plönturnar nutu sín vel í flötinni. Þegar inn í garðinn var komið þá blasti snyrtimennskan við, allt pallasvæði til fyrirmyndar og vel viðhaldið, holtagrjótið alveg sérstaklega fallegt og þarna búið að koma fyrir fjölbreyttum gróðri sem passar vel við umhverfið. Blóm í kerum og krukkum gefa fallegan lit með gráu grjótinu.
Austurgata 37
Hér er um að ræða fallega perlu í gamla bænum, innan um kletta og hraundranga. Dásamlega fallegur ævintýragarður sem hefur verið gaman að heimsækja á 17. júní því eigendur hafa verið svo rausnarlegir að bjóða gestum og gangandi að koma í þennan garð. Þarna skín í gegn góð samvinna milli náttúru og hins manngerða umhverfis, því hraunið á stóran þátt í hversu vel heppnaður þessi garður er. Lítið gróðurhús ásamt sturtuhausnum sem kemur úr klettinum er hluti af ævintýraveröldinni.
Austurgata 40
Stórglæsilegur garður þar sem allt viðhald er til fyrirmyndar, gróður vel hirtur, öll beð eru hrein og allir kantar vel klipptir í beinum röðum. Þetta er einn af fallegustu görðum bæjarins ásamt húsinu sjálfu en hér hafa eigendur greinilega sinnt vel húsi og garði þannig að eftir er tekið. Einstök snyrtimennska og metnaður í öllu sem þarna sést. Þessi garður er eins og skrúðgarður og er mikil bæjarprýði.
Miðvangur 102
Mjög fallegur garður í Norðurbænum, aðkomugarðurinn er stór með einstaklega fallegri grasflöt, lágvöxnum gróðri og skemmtilegum fígúrum út við götu sem heilsa fólki sem gengur framhjá. Snyrtimennskan er einstök ásamt fallegum bakgarði þar sem úrval rósa er mikið ásamt skjólsælu dvalarsvæði með húsgögnum og blómapottum. Lítið fuglahús í háum trjánum með fóðurskál dregur að sér smáfuglana. Blómapottarnir eru hannaðir af húsmóðurinni og gera garðinn enn skemmtilegri.
Malarskarð 13-15
Það er með mikilli ánægju sem þessir tveir garðar í parhúsi fái viðurkenningu, en þeir eru spegilmynd af hvor öðrum og eru því alveg eins. Virkilega flottur ungur garður þar sem ungt fólk hefur lagt mikinn metnað í að gera fallegan garð umhverfis hús sitt. Þarna eru dvalarsvæði með heitum potti, fallegum gróðri og fallegri hleðslu sem fellur vel að umhverfi sínu. Þessi garður fær sérstaka hvatningarviðurkenningu þar sem hann er með þeim fyrstu sem eru tilbúnir í þessu nýjasta hverfi Hafnarfjarðar og veitir nágrönnum þannig bæði innblástur og hvatningu.
Val til Snyrtileikans byggir alfarið á innsendum tilnefningum
Val til Snyrtileikans byggir alfarið á tilnefningum íbúa og vina Hafnarfjarðar en opið var fyrir tilnefningar í allt sumar. Fjöldi ábendinga barst þetta sumarið og greinilegt að Hafnfirðingar hafa notið heima við í sumar og dyttað að nærumhverfi sínu.
Við óskum íbúum og eigendum þessara garða innilega til hamingju með viðurkenninguna!
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…