Klósettið er EKKI ruslatunna – The Toilet is NOT a Trash Can

Fréttir

Á hverjum degi berst gríðarlegt magn af rusli í fráveitukerfi bæjarins sem veldur stíflum í kerfinu og oft á tíðum miklu tjóni. Mikil vinna og kostnaður felst í því að hreinsa og losa þessar stíflur og skipta um eða lagfæra dælur sem stöðvast við álagið og gefa sig í einhverju tilfellum. Ef allir íbúar og starfsmenn stofnana og fyrirtækja í Hafnarfirði taka sig saman þá væri hægt að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem berast í fráveituna og jafnvel koma alfarið í veg fyrir það til lengri tíma litið.

Af gefnu tilefni er rétt að árétta og minna á eftirfarandi…..

Veistu hvað má fara í klósettið þitt?

Á hverjum degi berst gríðarlegt magn af rusli í fráveitukerfi bæjarins sem veldur stíflum í kerfinu og oft á tíðum miklu tjóni. Mikil vinna og kostnaður felst í því að hreinsa og losa þessar stíflur og skipta um eða lagfæra dælur sem stöðvast við álagið og gefa sig í einhverju tilfellum. Ef allir íbúar og starfsmenn stofnana og fyrirtækja í Hafnarfirði taka sig saman þá væri hægt að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem berast í fráveituna og jafnvel koma alfarið í veg fyrir það til lengri tíma litið. Umtalsverð fjárhæð myndi sparast við samstilltan hug allra hlutaðeigandi, upphæð sem þá gæti frekar farið í uppbyggingu, betrumbætur og þróun á tækjum, tólum og pípum.

VeiturKlosettidErEkkiRuslafata

Veitur hafa birt nokkur hollráð um hvað eigi heima í salernisskálinni og hvað ekki. Blautþurrkur, bleyjur, dömubindi, eyrnapinnar, smokkar, tannþráður, túrtappar, trefjaklútar, fita og olíur eru meðal þess sem ekki á heima í klósettinu. Fram kemur að til viðmiðunar þá sturta Íslendingar fjórfalt meira niður af slíku en Svíar.

VeistuhvadMaFaraIklosettidThitt

Blautþurrkan er martröð í pípunum

Blautþurrkan er þarfaþing og fín í marga hluti en þarf að flokkast rétt eftir notkun. Blautþurrkur eru í dag eitt helsta vandamál fráveitukerfisins. Þær leysast illa upp og geta valdið miklu tjóni ef þeim er hent í klósettið. Rör geta stíflast á heimilum með tilheyrandi vatnstjóni og kostnaði við viðgerðir. Sumir framleiðendur taka fram á umbúðum sínum að blautþurrkurnar megi fara í klósettið sem er ALLS ekki rétt. Blautþurrkum á í engum tilfellum að sturta niður og á þetta að sjálfsögðu við um fleiri hreinlætisvörur.

Í RUSLIÐ MEÐ ÞETTA ALLT – það er erfitt og kostnaðarsamt að fást við afleiðingarnar ef þessir óæskilegu hlutir rata í klósettið.

Fyrirfram þakkir til íbúa við að breiða út boðskapinn!
Og takk Veitur fyrir aðgang að flottu kynningarefni!

Ábendingagátt