Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Guðmundur I. Ásmundsson forstjóri Landsnets skrifuðu í dag undir samkomulag um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis fyrirtækisins innan Hafnarfjarðar.
Haraldur fagnar því að samkomulag hafi náðst með samvinnu og samstarfi við íbúa á svæðinu. „Samkomulagið sem við undirrituðum í dag tryggir að nú þegar verður hafist handa við að breyta ásýnd og bæta hljóðvist við tengivirkið í Hamranesi og að línurnar verði farnar að hluta til í jörð næst Hamranesi ekki seinna en árið 2018,“ segir Haraldur.
Samkomulagið miðar að því að hægt verði að rífa Hamraneslínur 1 og 2 og að færa Ísallínur 1 og 2 sem liggja frá tengivirkinu í Hamranesi að álverinu í Straumsvík fjær byggðinni. Gert ráð fyrir að ný Suðurnesjalína 2 – 220 kV háspennulína sem lögð verður út á Reykjanes – tengist Hamranesi með 1,5 km löngum 220 kV jarðstreng frá Hraunhellu. Hafnarfjarðarbær mun á næstunni gefa út framkvæmdaleyfi fyrir þeim hluta Suðurnesjalínu 2 sem liggur um land bæjarins.
Bætt ásýnd og hljóðvist við Hamranes tengivirkið
Til að minnka hljóð sem berst frá tengivirkinu verður í ár ráðist í aðgerðir til að bæta hljóðvist tengivirkisins í Hamranesi, m.a. með því að byggja utan um spenna með hljóðdempandi efnum og hækka hljóðmön um 2 metra. Áformaðar breytingar sem leiða af byggingu Sandskeiðslínu 1 og Suðurnesjalínu 2, niðurrifi Hamraneslína 1 og 2 og tilfærslu Ísallína 1 og 2 munu bæta ásýnd tengivirkisins. Stálgrindamöstur sem standa upp úr byggingunni verða minnkuð og aukamöstur innan lóðarmarka fyrir Suðurnesjalínu 1 tekin niður um leið og Suðurnesjalína 2 kemur í rekstur.
Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets fagnar því að samkomulag hafi náðst um breytingar á flutningskerfi raforku í nágrenni íbúabyggðar í Hafnarfirði. „Samkomulagið er gert í samráði við samtök íbúa á Völlunum í Hafnarfirði og er mikilvægt að þannig hefur náðst niðurstaða sem víðtæk sátt er um,“ segir Guðmundur.
Áætlað er að framkvæmdum, sem felast í samkomulagi Landsnets og Hafnarfjarðarbæjar, ljúki fyrir árslok 2018, að því gefnu að tilskilin leyfi fáist í tæka tíð. Áætlaður kostnaður Landsnets vegna þessara breytinga nemur tæpum 5 milljörðum króna, auk þess er kostnaður við Suðurnesjalínu 2 áætlaður um 2,5 milljarðar króna.
Undirbúningur Sandskeiðslínu hafinn
Bygging Sandskeiðslínu 1 er forsenda þess að hægt verði að rífa Hamraneslínur og gera aðrar breytingar á flutningskerfinu í Hafnarfirði sem felast í samkomulaginu. Til þess að hægt verði að ráðast í þetta verkefni sem fyrst munu samningsaðilar leita eftir samvinnu við önnur sveitarfélög sem málið varðar.
Undirbúningur að byggingu 420 kV Sandskeiðslínu 1 er hafinn. Línan mun liggja í lofti frá nýju tengivirki við Sandskeið að Hrauntungum í Hafnarfirði og þaðan áfram samsíða Suðurnesjalínu 2 að Hraunhellu. Tvær mögulegar útfærslur á legu Sandskeiðslínu 1 frá Hraunhellu að Hamranesi eru til skoðunar. Annars vegar að hún liggi í lofti frá Hraunhellu í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar en tengist Hamranesi með jarðstreng frá loftlínuhluta vestan Krýsuvíkurvegar. Hins vegar er útfærsla sem byggir á tengingu Sandskeiðslínu 1 frá Hrauntungum beint til álversins í Straumsvík í stað Hamraness.
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…