Láttu ljós þitt skína fyrir umhverfið í Hafnarfirði

Fréttir

Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og óskað eftir hugmyndum og athugasemdum í síðasta lagi mánudaginn 27. janúar í gegnum samráðsvefinn Betri Hafnarfjörður. Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á að ná sem víðtækustu samráði og samtali um áherslurnar og aðgerðirnar.

Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu liggja fyrir

Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og óskað eftir hugmyndum og athugasemdum í síðasta lagi mánudaginn 27. janúar í gegnum samráðsgáttina Betri Hafnarfjörður. Markmið í umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar eru sett fram í sex köflum. Innan hvers kafla eru settar fram áherslur og aðgerðir sem líklegar eru til að skila árangri og ná fram settum markmiðum stefnunnar. Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á að ná sem víðtækustu samráði og samtali um áherslurnar og aðgerðirnar.

  1. Auðlindir, náttúra og menningarminjar
  2. Mengunarvarnir og umhverfisvöktun
  3. Neysla og úrgangur
  4. Samgöngur og skipulag
  5. Umhverfisfræðsla
  6. Byggingar og framkvæmdir

Opna drög að stefnu

Taka skal tillit til stefnunnar í allri starfsemi sveitarfélagsins

Markmið umhverfisstefnunnar er að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðarbæjar heilnæmt og öruggt umhverfi til lífs, leiks og starfs.  Taka skal tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Hafnarfjarðarbær skal leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og myndunar úrgangs. Áhersla er lögð á sjálfbæra nýtingu og verndun náttúru og auðlinda. Mengun verði í lágmarki og umhverfisvöktun sé virk.

Ný umhverfis- og auðlindastefna er byggð á umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar sem samþykkt var 18. maí 2018. Stefnan sjálf var endurskoðuð, atriði tekin út sem eiga ekki lengur við og önnur sett inn. Auk þess er horft til sameiginlegrar loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins sem samþykkt var 11. ágúst 2023 og settar fram aðgerðir sem geta stuðlað að kolefnishlutleysi Hafnarfjarðar árið 2035. Í stefnunni felst einnig loftslagsstefna Hafnarfjarðar. Einnig er horft til heildarstefnu Hafnarfjarðarbæjar sem samþykkt var 6. apríl 2022 og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Gáttin er opin til og með 27. janúar. Taktu þátt!

Sérstöku svæði hefur verið komið upp á vefnum Betri Hafnarfjörður þar sem íbúar geta sent inn athugasemdir, hugmyndir og tillögur að áhersluþáttum. Íbúar Hafnarfjarðar og öll áhugasöm eru hvött til að láta ljós sitt skína og deila hugmyndum sínum.

Deila hugmyndum eða athugasemdum í gegnum Betri Hafnarfjörð

Skoða drög að umhverfis-og auðlindastefnu Hafnarfjarðar

Ábendingagátt