Lítið og öðruvísi kaffihús opnað í samkomubanni

Fréttir

Um nokkurra vikna skeið hefur hefðbundið félagsstarf fyrir fatlað fólk og vinnu- og virkniúrræði fyrir sama hóp legið niðri. Lágmarksþjónustu hefur verið haldið úti fyrir þá sem eru heilsuhraustir en aðrir, þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, verið meira og minna heima við til að gæta fyllsta öryggis og varúðar. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur reynt að brjóta upp hversdaginn með skapandi og skemmtilegum leiðum og nú síðast með því að opna „Litla kaffiHúsið“.

„Þessi helgi er orðin alltof löng“ segir íbúi á búsetukjarna í Hafnarfirði.

Um nokkurra vikna skeið hefur hefðbundið félagsstarf fyrir fatlað fólk og vinnu- og virkniúrræði fyrir sama hóp legið niðri. Lágmarksþjónustu hefur verið haldið úti fyrir þá sem eru heilsuhraustir en aðrir, þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, verið meira og minna heima við til að gæta fyllsta öryggis og varúðar. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur reynt að brjóta upp hversdaginn með skapandi og skemmtilegum leiðum og nú síðast með því að opna „Litla kaffiHúsið“.

20200422_153022_HDR

Markmiðið að breyta um umhverfi og upplifa eitthvað nýtt

20200422_174342Litla kaffiHúsið er staðsett að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Íbúar búsetukjarna í Hafnarfirði, ásamt starfsfólki, geta nú pantað tíma á „Litla kaffiHúsinu“ og upplifað kaffihúsastemningu, spilað saman eða horft á bíómynd, allt eftir löngun og líðan. Þarna geta íbúarnir komið saman í öruggu umhverfi þar sem gætt er sérstaklega að tilmælum almannavarna um hreinlæti og samveru og er svæðið sótthreinsað vel á milli tímabókana.

„Samkomubann og tilbreytingarleysi er að reynast sumum íbúum á búsetukjörnunum mikil áskorun. Fólkið okkar er vant því að vera í fulli virkni og rútínu alla virka daga“ segir Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og rekstur í málefnum fatlaðs fólks hjá Hafnarfjarðarbæ. „Starfsfólk búsetukjarna hefur verið á fullu við að úthugsa hugmyndir að skemmtun og uppbroti á deginum frá því að samkomubann var sett og og deila sín á milli. Ein hugmyndin er þetta kaffihús í Húsinu, verkefni sem keyrt var af stað fyrir páska“. Í Húsinu að Suðurgötu 14 er staðsett starfssemi Geitunganna sem er vinnu- og virknitilboð fyrir fatlað fólk, frístundastarf Vinaskjóls og Klettsins sem fyrir ólíka aldurshópa og Ungmennahúsið Hamarinn fyrir ungmenni frá 16 – 25 ára. Öll þessi starfssemi er lokuð eða verulega skert þessa dagana. „Í Litla kaffiHúsið kemur sami hópurinn saman og hittist í sameiginlegu rými búsetukjarnanna. Hér er því aðeins verið að breyta um umhverfi og gera eitthvað nýtt og spennandi með sama hópnum. Starfsfólk kemur íbúum á milli staða og á með þeim skemmtilega stund á öðrum stað en vanalega“ segir Hrönn og sér fyrir sér að íbúar á öllum búsetukjörnum Hafnarfjarðar nýti sér þennan möguleika oftar en einu sinni þar til yfir lýkur og samkomubanni verður aflétt með öllu. 

Ábendingagátt