Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Að margra mati leynist ýmislegt í Hafnarfjarðarhrauni sem ekki er öllum gefið að sjá. Alla tíð hafa menn trúað því að huldufólk og dvergar ættu sér bólstaði í klettum og hraunhólum. Þessar hulduverur hafa löngum lifað í sátt og samlyndi við mennska íbúa staðarins og eru til margar munnmælasögur af því. Margir hafa talið sig verða vara við hvítklæddu konuna með silfurbeltið sem sögð er búa í Hamrinum, höll álfanna.
Eftirfarandi frásögn er byggð á reynslu konu sem bjó lengi í grennd við Hamarinn. Hana dreymdi að henni væri boðið að koma inn í Hamarinn. Hvítklædd kona leiddi hana um glæsileg híbýli hallarinnar. Þegar þær gengu um salarkynnin sá konan margt skringilega klætt fólk. Það var allt í marglitum klæðum og hneigði sig þegar það sá álfkonuna. Þessi draumur rennir stoðum undir þá kenningu að í Hamrinum búi álfar af konungakyni.
Mörg dæmi finnast um það á Íslandi að vegastæðum hafi verið breytt vegna óhappa sem rakin hafa verið til álfa eða huldufólks. Þar má nefna við Merkurgötu í Hafnarfirði þar sem akvegurinn þrengist mjög við álfaklett sem skagar út í götuna.
Silja Gunnarsdóttir hefur útbúið skemmtilega gönguleið um álfaslóðir sem má kynna sér nána hér.
Til er huliðsheimakort þar sem byggðir huliðsvætta í Hafnarfirði hafa verið skráðar eftir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur sjáanda. Þar segir: „Hafnarfjörður er bær manna og hulduvera. Um leið og hægt er að skynja álfaverur í hverjum húsagarði er hraunið sérlega lifandi, með dvergum, jarðdvergum og allskyns álfaverum.” Huliðsheimakortið fæst í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar.
Í júní á hverju ári stendur Víkingafélagið Rimmugýgur fyrir Víkingahátíð á Víðistaðatúni. Á hátíðinni fara fram bardagasýningar, leikjasýningar, sögumenn, bogfimi, handverk, markaður, víkingaskóli barna, tónlist og veitingar til sölu. Víkingahátíð hefur verið haldin í Hafnarfirði í næstum þrjá áratugi en fyrsta hátíðin fór fram á Víðistaðatúni árið 1995.
Það er óhætt að fullyrða að á hátíðinni ríki sannkölluð miðaldastemning, gleði og glaumur.
Var efnið hjálplegt?