Jólabærinn Hafnarfjörður

Jólabærinn tekur hlýlega á móti þér

Hafnarfjörður breytist í sannkallaðan jólabæ í aðdraganda jóla þar sem fjölskyldur og vinahópar upplifa hlýlega og afslappaða jólastemningu. Hér eru mild jólaljós, ljúfir tónar, freistandi vörur, blómstrandi menning, óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá. Hefð hefur skapast fyrir jólaleið sem liggur um hjarta Hafnarfjarðar og felur í sér bland í poka af upplifun, skemmtun, útivist, verslun, þjónustu, veitingum og heilum helling af frískandi hafnfirsku sjávarlofti. Aðventan er tími samveru og jólabærinn Hafnarfjörður fullkominn staður til að skapa fallegar og góðar minningar.

Við erum jólabærinn!

Jólaþorpið í Hafnarfirði

Jólaþorpið er opið föstudaga frá kl. 17-20 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18. Þar iðar allt af lífi og fjöri og fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu eru orðin landsþekktur og vinsæll söluvettvangur fyrir ýmis konar gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og…

Hellisgerði er skrúðgarður Hafnarfjarðar

Himneska Hellisgerði

Ljósadýrð og ævintýraveröld í Hellisgerði. Kaffihúsið í garðinum verður opið föstudaga frá kl. 17-20 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-20 frá og með miðjum nóvember. Garðurinn sjálfur og kaffihúsið eru tilvalin fyrir einstaklinga, pör, vini, vinahópa, fjölskyldur, fjölskyldusamveru vinnustaða…

Hjartasvellið í hjarta Hafnarfjarðar

Hjartasvellið verður opið fimmtudaga - sunnudaga frá 15. nóvember til 23. desember 2024. Hjartasvellið er staðsett á Ráðhústorgi, fyrir framan Bæjarbíó og Bókasafn Hafnarfjarðar og tengir þannig skemmtilega saman Jólaþorpið í miðbænum og ljósadýrðina í Hellisgerði. Skautaferðir eru til sölu…

Jólaleiðin okkar

Skelltu þér á safn, í sund, skógarferð með fjölskylduna, tónleika með vinahópnum, út að borða með makanum, á kaffihús með foreldrunum, gönguferð með börnunum eða í alvöru kaupstaðarferð í hjarta Hafnarfjarðar. Skildu jólastressið eftir heima og komdu í heimsókn í…

Hið árlega jólablað

Jólablað Hafnarfjarðar er gefið út í sömu viku og Jólaþorpið opnar ár hvert og er dreift 72.500 eintökum á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Jólablaðið hefur þann tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, gestum og gangandi og varpa ljósi…

Hagnýtar upplýsingar

Þúsundir gesta heimsækja Hafnarfjörð á aðventunni. Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á að taka hlýlega á móti gestum en á sama tíma af áreiðanleika og með snjöllum hætti. Hér má finna upplýsingar um bílastæði, lokanir, salernisaðstöðu, drónaflug og fleira.

Jólaviðburðir

Jólafréttir og tilkynningar