Jólabærinn tekur hlýlega á móti þér
Hafnarfjörður breytist í sannkallaðan jólabæ í aðdraganda jóla þar sem fjölskyldur og vinahópar upplifa hlýlega og afslappaða jólastemningu. Hér eru mild jólaljós, ljúfir tónar, freistandi vörur, blómstrandi menning, óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá. Hefð hefur skapast fyrir jólaleið sem liggur um hjarta Hafnarfjarðar og felur í sér bland í poka af upplifun, skemmtun, útivist, verslun, þjónustu, veitingum og heilum helling af frískandi hafnfirsku sjávarlofti. Aðventan er tími samveru og jólabærinn Hafnarfjörður fullkominn staður til að skapa fallegar og góðar minningar.
Við erum jólabærinn!