Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Niðurstöður Skólapúlsins voru kynntar á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar í vikunni og þykja þær afar ánægjulegar fyrir hafnfirskt grunnskólasamfélag. Tilgangur framkvæmdar er að átta sig á stöðu mála og gefa einstaka skólum, og sveitarfélaginu í heild sinni, möguleika til að finna tækifæri, áskoranir og viðfangsefni til skólaþróunar ásamt því að kortleggja það sem vel er gert og/eða betur má fara.
Aukin ánægja í grunnskólastarfi bæjarinsÚrbótaverkefni skólanna eru að skila sýnilegum og jákvæðum árangri
Niðurstöður Skólapúlsins voru kynntar á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar í vikunni og þykja þær sérstaklega ánægjulegar fyrir hafnfirskt grunnskólasamfélag. Tilgangur Skólapúlsins og Skólavogar, sérstakrar skýrslu sem Hafnarfjarðarbær gefur út með niðurstöðunum, er að átta sig á stöðu mála og gefa einstaka skólum, og sveitarfélaginu í heild sinni, möguleika til að finna tækifæri, áskoranir og viðfangsefni til skólaþróunar ásamt því að kortleggja það sem vel er gert og/eða betur má fara. Niðurstöðurnar hafa verið nýttar til að móta úrbótaverkefni, bæði innan einstakra skóla og verkefni sem snúa að breytingum heilt yfir og þar á meðal bættu starfsumhverfi starfsfólks og nemenda.
Miklar og jákvæðar breytingar
Mikil aukning er á ánægju með matarþjónustu í grunnskólum Hafnarfjarðar samkvæmt sjónarmiðum foreldra. Á sama tíma og skráningar nemenda í mat hafa aukist, og eru enn að aukast, þá virðist þjónustan hafa tekið miklum jákvæðum breytingum á skólaárinu 2018-2019 miðað við fyrri mælingu og er ánægjan mun meiri en meðaltal landsins í Skólavoginni. Sömuleiðis eru foreldrar ánægðir með vinnu grunnskóla Hafnarfjarðar í eineltismálum og er bærinn þar undir meðaltali á landsvísu eða í sjötta sæti af þeim sveitarfélögunum sem taka þátt í Skólavoginni. „Það er afar ánægjulegt að sjá það svart á hvítu að þau úrbótaverkefni sem fræðsluráð og starfsfólk sveitarfélagsins, innan skóla og stoðsviða, eru að innleiða séu að skila sér beint til nemenda, foreldra og starfsfólks í formi aukinnar ánægju með starfsumhverfi og þjónustu og ánægjulegast í þessu öllu saman er trú nemenda á eigin getu og virkni. Þegar uppi er staðið þá er það líðan þeirra sem skiptir mestu máli og að hver og einn nemandi sé að vaxa, þroskast og eflast á eigin forsendum. Það eitt veit á gott og er mikilvægt fóður í þá vinnu sem nú er að eiga sér stað við mótun á nýrri menntastefnu fyrir Hafnarfjarðarbæ sem mun líta dagsins ljós næsta vor“ segir Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar.
Nemendur ánægðir með virkni sína og hafa trú á eigin getu
Samkvæmt niðurstöðum Skólapúlsins þá upplifa nemendur í 6. – 10. bekk virkni sína jákvætt og nær virknin til seiglu þeirra í námi, trú á eigin getu og vinnubrögðum og stærðfræðiáhuga. Hafnarfjarðarbær er hér í hópi þeirra 25% efstu meðal þátttökusveitarfélaga eða í 5. sæti af 33 sveitarfélögum. Niðurstöður einstaka skóla eru að koma misjafnt út eftir efnisþáttum og endurspegla að miklu leyti áherslur og menningu einstaka skóla og áhrif starfsfólks á skólabraginn í samspili við nemendur.
Skýrsluna Skólavogin 2018-2019 má að finna hér
Um Skólapúls og Skólavog
Skólapúlsinn mælir viðhorf nemenda til skólastarfsins í grunnskólunum árlega og foreldra og starfsmanna í grunnskólum annað hvert ár. Hafnarfjarðarbær hefur verið þátttakandi í Skólapúlsinum í sex ár þannig að allir skólar bæjarins eru í þátttakendur í sömu könnunum á sama tíma og þannig fæst ákveðin saga og samanburður milli ára og tímabila. Eftir að niðurstöður úr Skólapúlsi liggja fyrir gefur sveitarfélagið út skýrslu, Skólavogina, um niðurstöðurnar fyrir Hafnarfjörð. Þessi skýrslugerð er hluti lagalegrar skyldu bæjarins um að viðhafa ytra mat á skólastarfi sveitarfélagsins í samræmi við lög um grunnskóla nr. 91/2008. Tilgangur þessa alls er að safna áreiðanlegum gögnum um skólastarfið til að átta sig á hvar áskoranir og tækifæri til skólaþróunar liggja.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…