Meðal allra fyrstu sem nota gervigreind til að svara bæjarbúum
Snjallmennið Auður hefur hafist handa á vef Hafnarfjarðarbæjar. Hafnarfjarðarbær er eitt allra fyrsta sveitarfélagið, ef ekki fyrst, til að fara þessa leið.
Snjallmennið Auður hefur hafist handa á vef Hafnarfjarðarbæjar. Auður er tilbúinn til aðstoða alla þá sem þurfa upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins.
Auður setur bæjarfélagið í fremsta flokk á Íslandi á þessu sviði. Þetta þjónustuform ný nálgun á netspjalli, sem styttir biðtíma og þjónustar samdægurs. En hvað er ólíkt með Auði og öðrum spjallmennum? Jú, hann styðst alfarið við gervigreind og hefur ekki verið mataður af þeim upplýsingum sem hann á að veita.
Ávinningur af Auði
Ávinningurinn af Auði á eftir að vaxa. Þess er vænst að hann fækki fyrirspurnum til þjónustuvers bæði síma, tölvupósti og heimsóknum. Hann á einnig að koma sterkur inn í upplýsingaleit starfsfólksins sjálfs.
Hvar má finna Auð?
Auður er mávurinn sem situr í hægra horni heimasíðu Hafnarfjarðar og þegar pikkað er í hann opnast möguleiki á að leita að svörum.
Af hverju er hann mávur? Jú, mávurinn fylgir okkur Hafnfirðingum. Þá finnum við á höfninni og við sjóinn í bænum okkar fagra.
Samþætting á vefsíðu
Auður er aðgengileg af öllum síðum í gegnum spjallglugga eða tákn á hafnarfjordur.is. Auður safnar ekki persónulegum upplýsingum um einstaka notendur en hún geymir spjall þess sem hún spjallaði við á tækinu sjálfu í ákveðinn tíma svo það sé aftur aðgengilegt.
Samskipti notenda
Notendur geta spurt spurninga um þjónustu, upplýsingar eða sérstök málefni sem tengjast Hafnarfirði, svo sem viðburði, leyfi, opinbera þjónustu eða samfélagið. Auk þess kann Auður nokkra brandara til að létta fólki lífið.
Skönnun efnis / Crawling
Auður er knúin áfram af kerfi sem skannar og skrásetur reglulega efni af hafnarfjordur.is. Þetta tryggir að það hafi nýjustu upplýsingar til að veita réttar og nákvæmar svör. Einnig skrásetur Auður viðbrögð notenda við svörum og gefur sjálfum sér endurgjöf á eigin svörun.
Skjót svör
Þegar notandi spyr spurningar leitar spjallmennið í skráðu efninu og skilar hnitmiðuðum og viðeigandi svörum samstundis. Ef þörf er á frekari upplýsingum getur það veitt tengla á viðeigandi síður. Einnig getur Auður endurskoðað svör sín ef notandinn er ekki sáttur og aftur skráð það til lærdóms.
Viðbrögð við flóknum fyrirspurnum
Ef spjallmennið getur ekki svarað spurningu getur það vísað notendum á tengiliðaupplýsingar, símanúmer eða á ákveðnar deildir. Einnig er Auður með stillingar og reglur til að forðast „tilbúning“ eða „gisk“ og þannig heldur hún sér aðeins við efni sem vefurinn veitir henni. Það sem þarf að hafa í huga hér er að rangt efni á vef eykur líkur á röngum svörum.
Stöðugur lærdómur
Spjallmennið bætir sig með tímanum með því að læra af samskiptum, sem tryggir betri og nákvæmari svör með hverri notkun. Einnig höfum við möguleika á að þjálfa Auði hvernig skuli svara tengt ákveðnum viðfangsefnum.
Stafrænt teymi Hafnarfjarðarbæjar vann að uppsetningu Auðs. Vinnuna leiddu Garðar Rafn Eyjólfsson og Ingvar Högni Ragnarsson í samstarfi við Avista. Hafnarfjarðarbær er eitt allra fyrsta sveitarfélagið, ef ekki fyrst, til að fara þessa leið.
Já, Auður er sannkallaður auður inn í framtíðina.