Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í stafrænum umbreytingum er stærsta áskorunin að fá fólkið með sér í verkefnin, að umbreyta menningu og hugsun. Þó tæknin sé mikilvæg er hún til lítils ef hugarfarið fylgir ekki með.
Það þarf að gefa sér tíma til að finna rétta fólkið sem er áhugasamt um stafræn mál og umbreytingar. Þessi hópur getur unnið með þér í hlutverki sendiherra verkefnisins, verður lykilfólk í að búa til stærri teymi, umbreyta ferlum, aðstoða við að móta stefnu og forgangsraða verkefnum.
Hjá Hafnarfjarðarbæ má segja að allir starfsmenn bæjarins séu í reynd í teyminu eða hafi a.m.k. tækifæri til að vera í því, segja sína skoðun eða koma inn í einstök verkefni. Sömuleiðis er mikilvægt að fá rödd íbúa og annarra notenda þjónustunnar. Í tilfelli sveitarfélags þá hefur samstarf sveitarfélaga líklega verið það mikilvægasta í að hrinda stafrænum umbreytingum í framkvæmd.
Til að ná árangri þarftu því að hafa fólkið með þér. Ein besta leiðin til að ná því er að hafa áhuga á starfsfólkinu þínu og þeirra verkefnum.
Fræðslan er mikilvæg. Margir óttast hina svonefndu fjórðu iðnbyltingu. Mikið af störfum sem eru til í dag eða hafa verið til á undanförnum árum eru ýmist horfin eða munu hverfa. Starfsfólk í bönkum þekkir þennan veruleika af eigin raun. En þessi bylting getur líka haft mjög jákvæð áhrif á starfsumhverfi fólks og aukið ánægju í starfi.
Í upphafi stafrænna umbreytinga hjá Hafnarfjarðarbæ fengum við stóran hóp starfsfólks í vinnustofur til að móta nýjar þjónustuáherslur. Við fræddum um fjórðu iðnbyltinguna, kölluðum eftir hugmyndum um stafræn tækifæri og báðum fólk um að forgangsraða verkefnum. Unnið var þvert á svið sveitarfélagsins þannig að starfsfólk öðlaðist meiri skilning á starfi og verkefnum hvers annars. Í framhaldi af þessari vinnu tilnefndu sviðin sína stafrænu leiðtoga sem við á þjónustu- og þróunarsviði getum leitað sérstaklega til og aðstoða okkur við að innleiða stafrænar umbreytingar.
Það getur verið verulega pirrandi fyrir starfsfólk sem e.t.v. hefur aflað sér góðrar menntunar og hagnýtir sér tækni í miklum mæli í daglegu lífi ef það upplifir svo á sínum vinnustað að vinnubrögð hafa ekki breyst árum eða jafnvel áratugum saman. Það er slæmt að fá reglulega að heyra eftirfarandi setningu: „En við höfum alltaf gert þetta svona“ og það gæti fælt frá gott fólk sem var ekki að ráða sig í starf þar sem drjúgur hluti af starfinu færi í að prenta út gögn, raða í möppur, afrita gögn og líma, úr word yfir í excel, úr excel og þaðan í eitthvað kerfi.
Sem betur fer lítið fyrir þessum þankagangi á mínum vinnustað, þ.e. að vilja gera hlutina alltaf eins og var gert. Ég verð a.m.k. ekki mikið var við hann. Fólk er opið fyrir breytingum og ég er viss um að fræðslan, upplýsingagjöfin og virk þátttaka starfsfólks á þátt í því. Miklu frekar heyri ég „okkur langar ekki að vinna þetta svona lengur“.
Eftir að hafa starfað á þriðja ár í nýju starfi og nýju sviði veitir mér mesta ánægju þegar starfsfólkið sjálft hefur frumkvæði að verkefnum. Þegar ég eða mitt nánasta teymi er ekki það sem er að knýja á um breytingar heldur starfsfólkið sem vill sjálft breyta vinnubrögðum.
Mig langar að nefna lítið dæmi. Fyrir nokkrum mánuðum kom deildarstjóri í félagsþjónustu að máli við mig og spurði hvort það væri ekki hægt að finna betri lausn en þau væru með í dag á bókhaldi íbúa á heimilum fyrir fatlaða.
Þau voru að vinna íbúabókhaldið í excel skjölum, þurftu að prenta út bankayfirlit og skrá í excel, sömu vinnubrögð og notuð voru á síðustu öld eins og deildarstjórinn orðaði það.
Forstöðumenn heimila skiluðu svo bókhaldinu til fjármálasviðs með reglulegu millibili til yfirferðar og eftirlits. Síðan var heimilisbókhaldið fært af starfsmanni á fjármálasviði í bókhaldskerfi.
Deildarstjórinn vildi færa sig yfir í nútímann og kanna möguleika á að fá einfalt og ódýrt bókhaldskerfi sem gæti flýtt fyrir og búið til tengingar úr bankanum í bókhaldskerfið og þannig sparað forstöðumönnum vinnu. Hún lýsti nánar sínum þörfum m.a. varðandi aðgengismál, persónuvernd og öryggi.
Með þessar upplýsingar fórum við á stúfana í leit að bókhaldskerfi sem gæti stutt við þeirra þarfir. Á tiltölulega skömmum tíma fundum við hentugt bókhaldskerfi sem uppfyllti skilyrði um að vera ódýrt, notendavænt, hægt að fylla út á netinu, hefði nauðsynlegar tengingar við banka og gæti skilað skýrslum sem nauðsynlegt væri að ná út fyrir bókhald heimilanna. Verkefnið krafðist samstarfs við persónuverndarfulltrúa, deildarstjóra þróunar- og tölvudeildar og starfsfólks á fjámálasviði auk starfsfólks á fjölskyldu- og barnamálasviði. Það þurfti ekki marga fundi. Allir skildu þörfina og hagræðið af verkefninu.
Þetta er afskaplega lítið dæmi en samt svo mikilvægt og skilaði miklu. Starfsfólkið upplifir ekki lengur að það sé að vinna sína vinnu eins og það væri statt á 20. öldinni, kerfið flýtir mikið fyrir, einfaldar líf starfsfólks, eykur öryggi, bætir persónuvernd, aðgangsstýringar og öryggi.
Þó verkefnið sé ekki stórt í heildarmyndinni þá var svo ánægjulegt að verkefnið kom algjörlega að frumkvæði starfsmanns sem sætti sig sig ekki lengur við að gera hlutina eins og þeir voru alltaf gerðir. Þessi fræ sem við höfum verið að sá undanfarin misseri eru að skila stafrænum sprotum víða. Hugsun starfsfólks er að breytast og þá eru okkur allir vegir færir í stafrænum umbreytingum!
Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs
Á síðasta ári höfum við markvisst stafvætt byggingaleyfaferilinn og unnið hefur verið ávinningsmat á verkefninu. Í stuttu máli hefur stafvæðingin…
Í lok síðasta árs urðu töluverðar breytingar á stafrænni þjónustu leikskóla Hafnarfjarðarbæjar. Nýr hugbúnaður var tekinn í notkun – Vala…
Skýrsla um umferð á vef Hafnarfjarðar fyrir árið 2023 hefur verið birt. Aldrei hafa áður jafn margir sótt vefinn á…
Stafrænt vinnuafl hefur tekið til starfa hjá Hafnarfjarðarbæ. Það líkir eftir aðgerðum starfsfólks, vinnur með núverandi kerfum bæjarins og losar…
Algjör umbreyting hefur orðið á vinnubrögðum í launa- og mannauðsmálum á síðustu árum hjá Hafnarfjarðarbæ. Stærstan þátt í þeim breytingum…
Vefur Hafnarfjarðarbæjar hafnarfjordur.is er tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna sem opinberi vefur ársins 2022 ásamt fjórum öðrum vefjum. Eldri vefur þjónaði…
Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar fór í loftið 10. nóvember 2022. Verkefnið átti sér talsverðan aðdraganda og vandað var til alls undirbúnings.…
Hafnarfjarðarbær efndi til ráðstefnu þann 10. nóvember 2022 um stafræna umbreytingu í sveitarfélaginu frá september 2019 til nóvember 2022 eða…
Við höfum talið mikilvægt hjá Hafnarfjarðarbæ að ýta reglulega út nýjum lausnum, stórum sem smáum, og ein þeirra fór út…
Ný útgáfa af ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar fór í loftið 7. febrúar á þessu ári og síðan þá hafa borist 1200 ábendingar…