Menningar- og heilsugöngur í Hafnarfirði 2023

Fréttir

Boðið verður upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga í sumar. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og öll velkomin. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

Komdu út að ganga alla miðvikudaga í sumar 

Boðið verður upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga í sumar. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og öll velkomin. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

7. júní kl. 20:00 – Í spor húsameistara
Ólöf Bjarnadóttir, safnafræðingur, leiðir göngu þar sem skoðuð verða valin hús, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, fyrrum húsameistara ríkisins. Gengið verður frá Flensborg.

14. júní kl. 20:00 – Undirhlíðar
Einar Skúlason, hjá Wappinu, leiðir u.þ.b. 5 km göngu þar sem Undirhlíðar verða gengnar, að ofan og neðan. Gengið verður frá bílastæðinu við Kaldársel.

21. júní kl. 20:00 – Hraunin heilla
Jónatan Garðarsson leiðir göngu um hraunin frá Straumi að Óttarsstöðum og fjallar um sögu svæðisins. Gengið verður frá bílastæði við Straum.

28. júní kl. 20:00 – Álfaganga
Sigurbjörg Karlsdóttir og Silja Gunnarsdóttir leiða göngu um álfaslóðir í Hafnarfirði. Gengið verður frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

5. júlí kl. 17:00 – Fjölskylduganga á Stórhöfða
Kolbrún Kristínardóttir, barnasjúkraþjálfari, leiðir létta og þægilega göngu á Stórhöfða fyrir börn og foreldra. Gengið verður frá bílastæðinu vestan megin við Hvaleyrarvatn (nær Völlum).

12. júlí kl. 20:00 – Kaldá og umhverfið þar
Valgerður Hróðmarsdóttir leiðir göngu niður að enda Kaldár. Gengið verður frá bílastæðinu við Kaldársel.

19. júlí kl. 20:00- Víðistaðatún, saga og skipulag
Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt, gengur um svæðið og segir frá sögu, hönnun og möguleikum á þessu vinsæla útivistarsvæði. Gengið verður frá Víðistaðakirkju.

26. júlí kl. 20:00 – Íþróttir í miðbænum
Starfsfólk Byggðasafns Hafnarfjarðar leiðir göngu um slóðir íþróttasögunnar í miðbæ Hafnarfjarðar. Gengið verður frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

2. ágúst kl. 20:00 – Brúkum bekki við Ástjörn
Gylfi Ingvarsson leiðir göngu um Ástjörn og fjallar um sögu svæðisins og nýja bekki sem göngufólk getur nýtt sér. Gengið verður frá Ásvallalaug.

9. ágúst kl. 17:00 – Rósaganga
Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, leiðir göngu um rósa- og trjásafnið í Höfðaskógi. Gengið verður frá Þöll við Kaldárselsveg.

16. ágúst kl. 20:00 – Alþjóðlegi höggmyndagarðurinn
Lukas Bury, myndlistarmaður, leiðir göngu á pólsku um alþjóðlega höggmyndagarðinn á Víðistaðatúni. Gengið verður frá Víðistaðakirkju.

23. ágúst kl. 17:00 – Björgum Lindu!
Ævintýraleiðangur í Hellisgerði Þátttökuleikhús fyrir börn og fullorðna fullt af húmor, hugrekki, ást og eðluprumpi! Gengið verður frá Bókasafni Hafnarfjarðar.

30. ágúst kl. 20:00 – Pilsaþytur í Firðinum
Steinunn Þorsteinsdóttir leiðir göngu um kvennaslóðir í Hafnarfirði. Gengið verður frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar en nánari upplýsingar um göngurnar eru birtar í viðburðir framundan og á samfélagsmiðlum bæjarins þegar nær dregur hverri göngu.

Ábendingagátt