Mikil fjölbreytni í mannauði og verkefnum

Fréttir

Hafnarfjarðarbær er langstærsti vinnustaður þessa þriðja stærsta sveitarfélags á landinu. Um er að ræða 2200 störf, þar sem m.a. 850 háskólamenntaðir starfsmenn (fastráðnir og tímabundið ráðnir) eru í um 100 grunnstarfsheitum. Grunnstarfsheitin eru þó alls um 140 og oft margir undirflokkar. Við þetta bætist mikill fjöldi sumarstarfa. Fjölbreytnin er því mikil, bæði í mannauði og verkefnum. 

Hafnarfjarðarbær er langstærsti vinnustaður þessa þriðja stærsta sveitarfélags á landinu. Um er að ræða 2200 störf, þar sem m.a. 850 háskólamenntaðir starfsmenn (fastráðnir og tímabundið ráðnir) eru í um 100 grunnstarfsheitum. Grunnstarfsheitin eru þó alls um 140 og oft margir undirflokkar. Við þetta bætist mikill fjöldi sumarstarfa. Fjölbreytnin er því mikil, bæði í mannauði og verkefnum. 

Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi við Guðrúnu Þorsteinsdóttur mannauðsstjóra

Guðrún býr í Reykjanesbæ og keyrir vanalega daglega Reykjanesbrautina til og frá vinnu og nýtir þann tíma ýmist í að undirbúa sig, njóta gæðastundar, ná sér niður eftir langan dag eða taka símtöl. Hún finnur meðal samstarfsfólks sem býr í Hafnarfirði hversu mikilla forréttinda það nýtur með því að búa og starfa í bænum. „Ég vinn oftar að heiman núna vegna samkomubannsins, eins og margt annað starfsfólk hjá bænum. Þarft þurfti að skipuleggja heilmikið á vinnustaðnum á mjög skömmum tíma vegna ástandsins. Húsnæði Ráðhúss Hafnarfjarðar er gamalt og rýmið lítið, svo að nægði ekki að virða 2 metra regluna því það eru oft 2-3 saman á litlum skrifstofum. Við skiptum því liði, ekki fleiri en 20 í hólfum og fólk var sett á vaktir heima eða á skrifstofunni. Það þurfti að tæknivæðast og upplýsa starfsfólk mjög hratt og á tölvu- og þróunardeildin hrós skilið fyrir sína vinnu fyrir að taka út margra ára þróun á örfáum vikum. Deildin lagði reyndar grunninn að þessu þegar nýr sviðsstjóri tók við í fyrra og svo nýr deildarstjóri.“

Gudrun2

Bókasafn Hafnarfjarðar er meðal vinnustaða Hafnarfjarðarbæjar. Allt starfsfólk bæjarins fær bókasafnskort. Mynd/OBÞ

Starfsþróunarmöguleikar og námsstyrkir

Guðrún segir að til þess að víð starfsemi bæjarins gangi sem best fyrir sig þurfi að vanda valið við ráðningar á starfsfólki á öllum stigum og bærinn búi yfir verulega góðum mannauði. „Starfsemin er mjög fjölbreytt og það hefur dálítið borið á vöntun á fagfólki frá því að ég tók við fyrir einu og hálfu ári. Það eru almennar sveiflur á vinnumarkaði og þegar það er góðæri þá er erfiðara að manna störf hjá bænum en núna glæðist mögulega eitthvað til og það er ýmislegt áhugavert í boði fyrir rétt fólk.“ Meðal annars sé í undirbúningi átak vegna sumarstarfa fyrir aldurinn 18-25 ára. „Svo eru ákveðin fríðindi sem fylgja því að starfa hjá bænum, s.s. frítt í sund, bókasafnskort, líkamsræktarstyrkur og samgöngusamningar. Við reynum sífellt að bæta okkur því við erum alltaf í samkeppni við almennan vinnumarkað. Starfsþróunarmöguleikar eru líka miklir hjá okkur og oft byrjar ungt fólk í einu starfi til að þreifa fyrir sér, en menntar sig svo og fer jafnvel á námssamning eða námsleyfi í boði bæjarins og það skilar árangri.“

Gudrun3

Starfsfólk bæjarins fær einnig frítt í sund og líkamsræktarstyrk. Mynd/Eva Ágústa

Að lokum vill Guðrún taka fram að hún finnur fyrir í viðtölum við starfsfólk hversu algeng ánægja er meðal starfsfólks hjá bænum. „Það talar um glaðlegt andrúmsloft, léttleika, traust og virðingu. Starfsfólk sem býr  bænum hefur jafnvel breytt um lífsstíl og hjólar eða gengur í vinnuna. Bærinn er líka mjög miðsvæðis, notalegur bæjarbragur, nálægð og kærleikur þrátt fyrir fjölmennið og fólk þekkist á götu og heilsast.“

Viðtal við Guðrúnu birtist í Hafnfirðingi 7. maí 2020

Forsíðumynd/OBÞ: Frá vinstri: Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri, Ida Jensdóttir, verkefnastjóri, Ólafur H Harðarson, mannauðsráðgjafi og Haraldur Eggertsson, sérfræðingur í kjaramálum og 

Ábendingagátt