Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær er langstærsti vinnustaður þessa þriðja stærsta sveitarfélags á landinu. Um er að ræða 2200 störf, þar sem m.a. 850 háskólamenntaðir starfsmenn (fastráðnir og tímabundið ráðnir) eru í um 100 grunnstarfsheitum. Grunnstarfsheitin eru þó alls um 140 og oft margir undirflokkar. Við þetta bætist mikill fjöldi sumarstarfa. Fjölbreytnin er því mikil, bæði í mannauði og verkefnum.
Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi við Guðrúnu Þorsteinsdóttur mannauðsstjóra
Guðrún býr í Reykjanesbæ og keyrir vanalega daglega Reykjanesbrautina til og frá vinnu og nýtir þann tíma ýmist í að undirbúa sig, njóta gæðastundar, ná sér niður eftir langan dag eða taka símtöl. Hún finnur meðal samstarfsfólks sem býr í Hafnarfirði hversu mikilla forréttinda það nýtur með því að búa og starfa í bænum. „Ég vinn oftar að heiman núna vegna samkomubannsins, eins og margt annað starfsfólk hjá bænum. Þarft þurfti að skipuleggja heilmikið á vinnustaðnum á mjög skömmum tíma vegna ástandsins. Húsnæði Ráðhúss Hafnarfjarðar er gamalt og rýmið lítið, svo að nægði ekki að virða 2 metra regluna því það eru oft 2-3 saman á litlum skrifstofum. Við skiptum því liði, ekki fleiri en 20 í hólfum og fólk var sett á vaktir heima eða á skrifstofunni. Það þurfti að tæknivæðast og upplýsa starfsfólk mjög hratt og á tölvu- og þróunardeildin hrós skilið fyrir sína vinnu fyrir að taka út margra ára þróun á örfáum vikum. Deildin lagði reyndar grunninn að þessu þegar nýr sviðsstjóri tók við í fyrra og svo nýr deildarstjóri.“
Bókasafn Hafnarfjarðar er meðal vinnustaða Hafnarfjarðarbæjar. Allt starfsfólk bæjarins fær bókasafnskort. Mynd/OBÞ
Starfsþróunarmöguleikar og námsstyrkir
Guðrún segir að til þess að víð starfsemi bæjarins gangi sem best fyrir sig þurfi að vanda valið við ráðningar á starfsfólki á öllum stigum og bærinn búi yfir verulega góðum mannauði. „Starfsemin er mjög fjölbreytt og það hefur dálítið borið á vöntun á fagfólki frá því að ég tók við fyrir einu og hálfu ári. Það eru almennar sveiflur á vinnumarkaði og þegar það er góðæri þá er erfiðara að manna störf hjá bænum en núna glæðist mögulega eitthvað til og það er ýmislegt áhugavert í boði fyrir rétt fólk.“ Meðal annars sé í undirbúningi átak vegna sumarstarfa fyrir aldurinn 18-25 ára. „Svo eru ákveðin fríðindi sem fylgja því að starfa hjá bænum, s.s. frítt í sund, bókasafnskort, líkamsræktarstyrkur og samgöngusamningar. Við reynum sífellt að bæta okkur því við erum alltaf í samkeppni við almennan vinnumarkað. Starfsþróunarmöguleikar eru líka miklir hjá okkur og oft byrjar ungt fólk í einu starfi til að þreifa fyrir sér, en menntar sig svo og fer jafnvel á námssamning eða námsleyfi í boði bæjarins og það skilar árangri.“
Starfsfólk bæjarins fær einnig frítt í sund og líkamsræktarstyrk. Mynd/Eva Ágústa
Að lokum vill Guðrún taka fram að hún finnur fyrir í viðtölum við starfsfólk hversu algeng ánægja er meðal starfsfólks hjá bænum. „Það talar um glaðlegt andrúmsloft, léttleika, traust og virðingu. Starfsfólk sem býr bænum hefur jafnvel breytt um lífsstíl og hjólar eða gengur í vinnuna. Bærinn er líka mjög miðsvæðis, notalegur bæjarbragur, nálægð og kærleikur þrátt fyrir fjölmennið og fólk þekkist á götu og heilsast.“
Viðtal við Guðrúnu birtist í Hafnfirðingi 7. maí 2020
Forsíðumynd/OBÞ: Frá vinstri: Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri, Ida Jensdóttir, verkefnastjóri, Ólafur H Harðarson, mannauðsráðgjafi og Haraldur Eggertsson, sérfræðingur í kjaramálum og
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…