Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan 2023 er haldin hátíðleg dagana 16.-20. október. Vikan hefur það markmið að varpa ljósi á mikilvægi og virði þessa vettvangs fyrir börn og ungmenni. Foreldrar, forsjáraðilar, systkini og önnur eru hvött til að kynna sér starfsemina í Hafnarfirði og hvetja börn sín og ungmenni til virkrar þátttöku.
Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan 2023 er haldin hátíðleg dagana 16.-20. október. Vikan er árleg og haldin á öllu landinu fyrir tilstilli Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, á Íslandi. Vikan hefur það markmið að varpa ljósi á mikilvægi og virði þessa vettvangs fyrir börn og ungmenni. Foreldrar, forsjáraðilar, systkini og önnur eru hvött til að kynna sér starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa í Hafnarfirði og hvetja börn sín og ungmenni til virkrar þátttöku. Fjölmargar félagsmiðstöðvar munu í vikunni standa fyrir opnu húsi, vöfflukaffi og bjóða í heimsókn.
Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í skipulögðu íþrótta og tómstundastarfi skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og ungmenna, það hefur verið talin einn af stærri verndandi þáttum í þeirra lífi. Þau ungmenni sem taka þátt í skipulögðu starfi eru ólíklegri en önnur börn til að nota áfengi, tóbak og vímuefni. Það skiptir ekki máli hvort um ræðir íþróttir, dans, tónlist, skátastarf eða félagsmiðstöðvastarf.
Hlutverk félagsmiðstöðva er að bjóða börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Það er mikilvægt að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Áhersla er lögð á að virkja börn og unglinga til virkrar þátttöku og framkvæmda í starfinu. Félagsmiðstöðvarstarfið er fjölbreytt og er dagskrá unnin með ungmennum sjálfum. Félagsmiðstöðvarnar standa einnig fyrir stærri viðburðum eins og grunnskólahátíð, söngvakeppni, skólaskate, Hafnarfjarðarstíl og spurningarkeppninni Veistu svarið svo eitthvað sé nefnt. Einnig taka þær þátt í stærri viðburðum á landsvísu eins og Söngvakeppni Samfés, Samfestingnum og Rímnaflæði. Starfsfólk félagsmiðstöðvanna reynir að hvetja börn og ungmenni að hlusta eftir, finna og efla styrkleika sína og áhugasvið enda meiri líkur á því að einstaklingurinn blómstri þegar hann finnur ástund og áhugamál við hæfi. Eitt af því sem félagsmiðstöðvar leggja mikinn metnað í er þátttaka unga fólksins og eru þau höfð, eftir fremsta megni, með í ráðum og hvött til lýðræðislegrar þátttöku.
Félagsmiðstöð er starfrækt í öllum hverfum við alla níu grunnskóla sveitarfélagsins. HHH – Hinsegin hittingar í Hafnarfirði er nýjasta viðbótin og eru opnanir alla fimmtudaga í félagsmiðstöðinni við Víðistaðaskóla. Frístundaklúbbarnir Kletturinn og Vinaskjól í Húsinu Suðurgötu 14 bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir börn og ungmenni með fötlun. Í Hafnarfirði eru einnig starfrækt tvö ungmennahús eða ungmennahús og sérhæfð félagsmiðstöð. Annarsvegar Hamarinn á Suðurgötu með starfsemi fyrir 16 – 25 ára og hinsvegar Músík og Mótor á Dalshrauni með starfsemi fyrir 13 – 25 ára.
Félagsmiðstöðvar sinna einnig leitarstarfi en sá þáttur starfseminnar miðar að því að finna og vinna með börn og ungmenni sem teljast til áhættuhóps af einhverjum ástæðum eða þurfa á aðstoð að halda. Þannig vinnur starfsfólk markvisst hópastarf með einstaklingum sem það þurfa en rannsóknir sýna að vel skipulagt og faglega unnið hópastarf skilar miklum árangri í líðan barna og ungmenna. Í Hafnarfirði er útideild sem vinnur í samstarfi við félagsmiðstöðvar og foreldrafélög sem heitir Götuvitinn.
HHH er opinn alla fimmtudaga frá kl. 19:30-22 fyrir nemendur í 8.-10. bekk og annan hvern fimmtudag frá kl. 17-19 fyrir nemendur í 5.-7. bekk. Markmið starfsins er að ungmennin upplifi sig örugg, velkomin og fái tækifæri til að blómstra í sínu. Starfið byggir að stórum hluta á jafningjafræðslu og fá ungmennin meðal annars það verkefni að vekja athygli á málefnum hinsegin ungmenna og fanga fjölbreytileikanum í Hafnarfirði. Í tilefni vikunnar verður opið hús fyrir foreldra, forsjáraðila, systkini, ættingja og öll sem vilja koma og kynna sér starfið. Opið hús verður frá kl. 17:30-20:30, fimmtudaginn 19. október.
Þegar hafnfirsk ungmenni komast á framhaldsskólaaldur þá tekur við Ungmennahúsið Hamarinn sem staðsett er að Suðurgötu 14 og er opið frá kl. 9-23 alla virka daga. Þar eiga ungmenni í Hafnarfirði öruggt rými þar sem þau stýra verkefnum og dagskrá í samráði við starfsfólk. Í Hamrinum er aðstaða til að læra, njóta, fara í pool eða fá ráðgjöf frá Berginu Headspace og Samtökunum 78. Þar er skipulagt starf í kringum spunaspil, handavinnu, útivist og fleira. Annan hvern þriðjudag er Hinsegin Hamarinn en þá hittast ungmenni sem skilgreina sig hinsegin og eiga notalega kvöldstund saman. Hægt er að finna Hamarinn á Facebook og Instagram til að fylgjast með starfinu þar og öllu því sem í boði er á þeirra vegum.
Músik og mótor er sérhæfð félagsmiðstöð sem staðsett er í gömlu lakkrísgerðinni að Dalshrauni 10. Þar er hægt að fá herbergi til afnota til að sinna allskonar listsköpun eins og fyrir hljómsveitir að æfa, myndlistarfólk að skapa eða hvað sem er sem krefst pláss. Einnig er þar stór bílskúr þar sem hægt er að finna tól og tæki til að taka í sundur mótorhjól, bíla og í raun hvað sem er og setja aftur saman. Músik og mótor er opið alla virka daga frá kl. 15 – 22. Músik og mótor er líka á Facebook og Instagram.
Hafnarfjarðarbær er stoltur af því öfluga starfi sem á sér stað í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum bæjarins! Aðstandendur eru hvattir til að kynna sér starf félagsmiðstöðvanna og börn og ungmenni til að nýta sér þjónustuna.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.