Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2023 var lagður fram í bæjarráði í dag. Rekstrarafgangur fyrir A og B hluta nam 808 milljónum króna á árinu 2023, samanborið við 890 milljónir árið áður. Skuldaviðmið samstæðu Hafnarfjarðarbæjar heldur áfram að lækka og nam 82% í árslok 2023.
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2023 var lagður fram í bæjarráði í dag 22. apríl 2024. Rekstrarafgangur fyrir A og B hluta nam 808 milljónum króna á árinu 2023, samanborið við 890 milljónir árið áður. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði nam 3.649 milljónum króna. Afgangur af rekstri A hluta nam 251 milljón króna sem er nánast sami afgangur og árið á undan. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 2.635 milljónum króna og var 904 milljónum yfir áætlun. Veltufé frá rekstri svaraði til 5,6% af heildartekjum á síðasta ári. Skuldaviðmið samstæðu Hafnarfjarðarbæjar heldur áfram að lækka og nam 82% í árslok 2023.
„Rekstur Hafnarfjarðarbæjar gekk mjög vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi árferði í rekstri sveitarfélaga. Það er ánægjulegt að sjá að skuldaviðmið bæjarins heldur áfram að lækka og er nú svo komið að fjárhagsstaða bæjarins hefur ekki verið betri í áratugi. Veltufé frá rekstri var verulega yfir áætlunum sem styrkir getu sveitarfélagsins til þess að standa undir framkvæmdum og fjárskuldbindingum. Samhliða blómlegum rekstri voru innviðafjárfestingar auknar verulega í fyrra sem munu skila sér í öflugri þjónustu og betri lífsgæðum fyrir bæjarbúa. Þá nýtur bærinn nú góðs af mikilli uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis á undanförnum árum í auknum fasteignagjöldum. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að halda álögum á íbúa niðri og heldur hlutfall útsvars og fasteignaskatta af heildartekjum áfram að lækka,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.
Rekstrartekjur af A og B hluta námu 47,3 milljörðum króna á árinu 2023 og jukust um 5,4 milljarða á milli ára. Þar af jukust tekjur vegna útsvars og fasteignaskatta um 3,1 milljarð króna. Í hlutfalli við heildartekjur námu útsvartekjur 49,8% og fasteignaskattar 8,3% sem er lækkun á milli ára. Rekstrargjöld voru 42,0 milljarðar króna og jukust um 5,4 milljarða. Þar af námu laun og launatengd gjöld 22,2 milljörðum króna og jukust um 2,4 milljarða á milli ára. Hlutfall launa og launatengdra gjalda sem hlutfall af heildartekjum var um 47%. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur námu 2.840 milljónum króna og lækkuðu um 177 milljónir milli ára. Fjármagnskostnaður var þó króna yfir áætlun sveitarfélagsins vegna neikvæðrar verðlags- og vaxtaþróunar miðað við upphaflegar forsendur. Rekstrarniðurstaða A og B-hluta var jákvæð um 808 m.kr. sem er um 382 m.kr. undir áætlun. Ef ekki hefðu komið til ófyrirséðar auknar lífeyrisskuldbindingar á árinu hefði rekstrarniðurstaða verið nokkuð yfir áætlun. Skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hélt áfram að lækka á árinu 2023 úr 85% niður í 82% og er það því verulega undir 150% skuldaviðmiði samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Skuldahlutfall fór úr 135% í upphafi árs niður í 129%.
Fjárfestingar á árinu 2023 námu 7,1 milljarði króna sem er 74% aukning milli ára. Heildareignir í lok árs voru alls 93,9 milljarðar króna og jukust um 9,3 milljarða á milli ára. Alls námu heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins 61,1 milljarði króna og jukust um 4,6 milljarða króna. Lífeyrisskuldbindingar nema tæplega þriðjungi heildarskulda og skuldbindinga sveitarfélagsins. Eigið fé nam 32,8 milljörðum króna í árslok og hækkaði um 4,6 milljarða króna á árinu. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 33,3% í 34,9% yfir árið 2023.
Íbúar Hafnarfjarðar voru 30.616 hinn 1. janúar 2024 miðað við endurbætta aðferð Hagstofu Íslands við mat á íbúafjölda á Íslandi.
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2023
Alls bárust þrjár umsóknir um stöðu leikskólastjóra Tjarnaráss, en staðan var auglýst þann 12.október sl. og umsóknarfrestur rann út þann…
Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og Maciej Duszynsk, settur sendiherra Póllands hér á landi, heimsóttu Bókasafn Hafnarfjarðar á dögunum. Þau…
Samningur sem kveður á um víðtækt samstarf á sviði endurhæfingar og samhæfingu þjónustunnar þvert á kerfi var undirritaður í dag.…
Vegna flugeldasýningar verður Fjarðargata á móts við verslunarkjarnan Fjörð (frá Bæjartorgi að Fjarðartorgi), lokuð tímabundið föstudaginn 22.nóvember milli kl.19:20 og…
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.…
Samstarfssamningur við Samtökin 78 hefur verið endurnýjaður fyrir skólaárið 2024-2025. Samstarfið hefur staðið frá árinu 2016. Samstarfið gefur færi á…
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók á móti hafnfirska Neyðarkallinum í dag. Hafnarfjarðarbær styrkir Björgunarsveit Hafnarfjarðar með kaupum á Neyðarkallinum.
Hlý og gagnleg umræða fór fram þegar þingmenn og föruneyti þýska þingsins heimsóttu Hafnarfjarðarbæ í vikunni. Hingað komu þeir vegna…
Sérstök vetraropnun verður á kaffistofu Samhjálpar rétt eins og í fyrravetur. Opnunin lengist um tvo mánuði og verður um fimm…
Brátt kviknar á jólaandanum í Hafnarfirði. Sem fyrr stefnir allt í að aðventan verði ekki bara björt og fögur heldur…