Náttúruperlan Hvaleyrarvatn – vinsæl allt árið um kring

Fréttir

Hvaleyrarvatn er eitt fallegasta stöðuvatn á höfuðborgarsvæðinu og með allra fallegasta umhverfið. Þessi náttúruperla er vinsæl allt árið um kring með fjölbreyttan tilgang en sama markmið – að njóta einstakrar og litríkrar náttúru í upplandi Hafnarfjarðar. 

Skjólsæl og vinsæl útivistarperla fyrir alla

Hvaleyrarvatn er eitt fallegasta stöðuvatn á höfuðborgarsvæðinu og með allra fallegasta umhverfið. Þökk sé meðal annars Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar sem hefur unnið mikið og mikilvægt verk í yfir 60 ár við að gera Höfðaskóg að þessari skjólsælu og vinsælu útivistarperlu, en hann umkringir vatnið. Í hlíðinni handan sandvíkurinnar er Skátalundur, skáli St. Georgsgildisins í Hafnarfirði. 

Dásamlegt skíðasvell eða gönguskíðabraut yfir veturinn

Auðvelt er að leggja bílum í nálægð við Hvaleyrarvatn og gönguleiðir eru margar um svæðið og mislangar og áningabekkir á þónokkrum útvöldum stöðum. Eftirsóknarvert er að æfa kajaksiglingar eða róður á vatninu eða sulla þar berfætt í sólinni, því vatnið er grunnt og afar fjölskylduvænt. Í frosti breytist svo Hvaleyrarvatn í dásamlegt skautasvell eða gönguskíðabraut. Staðsetningin er mjög vinsæl fyrir alls kyns hópa á öllum aldri með fjölbreyttan tilgang en sama markmið – að njóta einstakrar og litríkrar náttúru í upplandi Hafnarfjarðar. 

Þetta efni er úr jólablaði Hafnarfjarðar 2022

Ábendingagátt