Nemendur í Setbergsskóla lögðu sína rödd að mörkum

Fréttir

Nemendur í Setbergsskóla tóku, líkt og nemendur í 136 öðrum skólum, þátt í Lestrarkeppni grunnskólanna hjá Samrómi og báru þar sigur úr býtum í sínum flokki fyrir fjölda innlesinna setninga í Samróm dagana 18. – 25. janúar. Í gögnum frá orðabanka Samróms kemur fram að á meðan keppninni stóð voru lesnar um 790 þúsund setningar frá 6172 manns. 

Nemendur lögðu sína rödd að mörkum 

Nemendur í Setbergsskóla tóku, líkt og nemendur í 136 öðrum skólum, þátt í Lestrarkeppni grunnskólanna hjá Samrómi og báru þar sigur úr býtum í sínum flokki fyrir fjölda innlesinna setninga í Samróm dagana 18. – 25. janúar. Í gögnum frá orðabanka Samróms kemur fram að á meðan keppninni stóð voru lesnar um 790 þúsund setningar frá 6172 manns. 

Til hamingju Setbergsskóli! 

Verðlaun og viðurkenningar fyrir frábæra frammistöðu voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær þar sem forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reed tóku vel á móti fulltrúum vinningsskólanna. Það voru þau Heiðrún Ingólfsdóttir og Þorsteinn Darri Ingólfsson sem tóku stolt á móti Sphero Spark vélmennum fyrir hönd síns skóla en vélmennin tengja saman leik og forritunarkennslu og eru hönnuð til að ýta undir forvitni, sköpun og nýjar uppgötvanir.

SetbergsskoliSamromur

Set­bergs­skóli sigraði í sín­um flokki: 27 þúsund setn­ing­ar sem 314 þátt­tak­end­ur lásu inn. Ljós­mynd/​Aðsend 

Tilgangur og markmið Samróms og Lestrarkeppni grunnskólanna 

Lestrarkeppni grunnskólanna er haldin til þess að hvetja til þátttöku í verkefninu Samrómur sem snýr að því að safna upptökum af lestri sem notaður verður til þess að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. Allir geta tekið þátt og lesið fyrir sinn skóla og því eru foreldrar og starfsfólk ekki síður hvatt til þess að lesa inn fyrir skólana. Almannarómur, Deloitte og Háskólinn í Reykjavík þróuðu vefinn Samróm, en þar getur íslenska þjóðin með einföldum hætti lagt íslenskunni lið. Verkefni er hluti af Máltækni áætlun Íslands sem styrkt er af menntamálaráðuneytinu og því að auka aðgengi að íslensku í allskyns tækni. Til þess að tölvur og tæki skilji íslensku svo vel sé þá þarf mikinn fjölda upptaka af íslensku tali frá allskonar fólki og þannig geta allir lagt „sína rödd“ að mörkum

Þín rödd skiptir mál – taktu þátt

Afhverju Samrómur? 

Á síðustu árum hefur verið bylting í raddtækni og því hvernig við notum röddina til þess að stjórna tækninni. Íslenskan á undir högg að sækja vegna þeirra öru tæknibreytinga en mörg okkar eiga nú þegar samskipti við tölvur og ýmis tæki á erlendu máli. Fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku. Þess vegna er mikilvægt að missa ekki af lestinni og nú er hafin vinna við stórt samstarfsverkefni til þess að gera íslensku gjaldgenga í tölvum og tækjum. Að því koma íslenskir háskólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök, sem munu á næstu árum þróa nauðsynlega innviði fyrir hugbúnað sem skilur og talar íslensku. Samrómur verður hluti af þessu verkefni, opið gagnasafn raddsýna fyrir íslensku sem hver sem getur notað til þess að þróa sínar máltæknilausnir. Með þessu tryggjum við öryggi íslenskunnar á stafrænum tímum.

Sjá allar upplýsingar á vef verkefnis 

Fara á Facebooksíðu verkefnis 

Ábendingagátt