Niðurfelling á fæðisgjaldi vegna systkina í grunnskólum

Fréttir

Frá og með 1.janúar 2019 kom inn breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði. Fæðisgjald er fellt niður ef börn á grunnskólaaldri í mataráskrift í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö. Niðurfelling á fæðisgjaldi er af mataráskrift elsta systkinis sem gerist sjálfkrafa þegar fjölskylda er með sama lögheimili og  fjölskyldunúmer í Þjóðskrá. 

Frá og með 1.janúar 2019 kom inn breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði. Fæðisgjald er fellt niður ef börn á grunnskólaaldri í mataráskrift í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö. Niðurfelling á fæðisgjaldi er af mataráskrift elsta systkinis sem gerist sjálfkrafa þegar fjölskylda er með sama lögheimili og  fjölskyldunúmer í Þjóðskrá. 

Í einhverjum tilvikum er fjölskyldusamsetningin flóknari en svo að það náist utan um hana með lögheimili og fjölskyldunúmeri í Þjóðskrá. Í þeim tilvikum þurfa forráðamenn að óska eftir afslætti með viðeigandi útskýringum á fjölskylduhögum á MÍNAR SÍÐUR.  Hér gildir að börn geta aldrei verið tvítalin þegar þau eru í fleiri en einni fjölskyldu, t.d. þegar börn eru í sameiginlegri forsjá hjá tveimur fjölskyldum. Afslátturinn tekur gildi frá þeim tíma sem umsókn berst.

Reglur vegna niðurfellingar á fæðisgjaldi

  1. Ef tvö systkini eða fleiri með lögheimili í Hafnarfirði
    eru á grunnskólaaldri veitir Hafnarfjarðarkaupstaður 25% afslátt af hádegismat fyrir annað systkini
    og 100% afslátt frá og með þriðja systkini í áskrift í grunnskólanum. Systkini
    eru nemendur sem eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá.

  2. Ef um tvö systkini eða fleiri er að ræða þurfa öll eða a.m.k. tvö að vera skráð í hádegismat svo gjald sé fellt niður. Forsjáraðili/ forráðamaður greiðir fullt gjald fyrir hádegisverð yngsta systkinis en veittur er 25% afsláttur fyrir annað systkini og 100% afsláttur ef systkini eru fleiri en tvö á grunnskólaaldri á sama tíma.

  3. Sé fjölskyldumynstur annað og/eða systkini er í öðrum skólum en grunnskólum Hafnarfjarðar en kemur fram í 1. grein þarf að sækja sérstaklega um niðurfellingu á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is

Ef einhverjar spurningar vakna er foreldrum/forráðamönnum bent á að hafa samband við Valgerði Sveinbjörnsdóttur, ritara á fræðslu- og frístundaþjónustu: valgerdurs@hafnarfjordur.is  

 

Ábendingagátt