Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ný heildarmynd fyrir miðbæ Hafnarfjarðar var kynnt á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun. Samkvæmt nýjum tillögum er Thorsplan áfram hugsað sem aðaltorgið í hjarta Hafnarfjarðar og Ráðhústorg, sem í dag hýsir bílastæði m.a. fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar, kynnt sem grænt torg með áherslu á gróður, vatn og minni samkomur og viðburði. Litið er á Ráðhústorg og svæðið í kring sem eitt heildstætt og heillandi svæði sem flæðir saman og tengist litlum og stórum stígum og götum í allar áttir.
Ráðhústorg verði ,,grænt“ torg með áherslu á gróður, vatn og minni samkomur
Heildarmynd fyrir miðbæ Hafnarfjarðar var kynnt á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í lok síðustu viku. Samkvæmt nýjum tillögum er Thorsplan áfram hugsað sem aðaltorgið í hjarta Hafnarfjarðar og Ráðhústorg, sem í dag er lagt undir bílastæði m.a. fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar, kynnt sem grænt torg með áherslu á gróður, vatn og minni samkomur og viðburði. Litið er á Ráðhústorg og svæðið í kring sem eitt heildstætt og aðlaðandi svæði sem flæðir saman og tengist litlum og stórum stígum og götum í allar áttir til annarra hverfa. Áhersla er lögð á götulist og tengingar við starfsemi á jarðhæðum. Á torginu verður góð aðstaða fyrir minni samkomur og vatnsskúlptúr á miðju torgsins er ætlað að hvetja til leikja og samveru hvort sem er á hlýjum sumardegi eða þegar vatnið er þakið klakaböndum um hávetur.
Ráðhústorg og reiturinn í heild sinni séð úr lofti. Teikningarnar sýna vel fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum, flæðið á torginu og tengingu í allar áttir til annarra hverfa.
„Þessar nýju hugmyndir eru mjög spennandi. Það er mikilvægt að nýjar hönnunartillögur í miðbænum tali vel saman við hugmyndir um þróun annarra svæða í hjarta Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður er þekktur fyrir hlýleika og einstakan bæjarbrag og öll hönnun og hugmyndir eiga að miða að því að viðhalda þessum mikla og góða styrkleika okkar. Nú þegar bærinn blómstrar, vex og eflist á svo margvíslegan máta þurfum við alltaf að hafa hugfast að halda í sérkenni hans,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Kaffihúsið Súfistinn ásamt fyrirhugaðri viðbyggingu mun verða þungamiðjan á Ráðhústorginu og mun viðbygging Súfistans, samkvæmt hugmyndum, verða í anda gamla Hafnarfjarðar en með nútímalegum brag. Gert er ráð fyrir að viðbyggingin muni hýsa stækkun á veitingarými á jarðhæð með þaksvalir sem snúa að Strandgötu. Gamla hús Súfistans mun áfram njóta sín í götumyndinni. Á 2. og 3. hæð viðbyggingar auk rishæðar núverandi húss er gert ráð fyrir fjórum smáíbúðum. Nýjar hugmyndir gera jafnframt ráð fyrir að Beggubúð, sem byggð var 1906 og hýsir í dag verslunarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar, verði aftur flutt á upprunalega stað sinn á Strandgötunni gegnt Bæjarbíói til að ná enn frekari skírskotun til gamla Hafnarfjarðar. Lagt er til að byggt verði við Austurgötu 4a í sama stíl. Inngangur inn á Ráðhústorgið með breiðum tröppum sem snúa vel við sólu mun tengjast Austurgötu 8, sem hugsuð er undir þjónustustarfsemi með sólríkri verönd. Veröndin er jafnframt hugsuð sem aðstaða fyrir minni viðburði og mannfagnaði.
Á fundi bæjarráðs í liðinni viku var lögð fram ný tillaga ASK arkitekta að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Breytingin nær til reits sem er 7.400 fermetrar að flatarmáli og afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Á miðsvæðum er fyrst og fremst gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi s.s. verslunum, skrifstofum, þjónustustofnunum, veitinga- og gistihúsum og menningarstofnunum. Þar sem aðstæður leyfa má gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði, sérstaklega á efri hæðum bygginga. Engin hús verða rifin á svæðinu og gert ráð fyrir að ný hús eða viðbyggingar verði reist að Austurgötu 6, Austurgötu 10b, Austurgötu 14-16, Austurgötu 18, Strandgötu 9 og Strandgötu 13. Bæjarráð Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum samþykkt skipulags- og byggingarráðs á framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Rík áhersla er lögð á að deiliskipulagstillagan verði vel kynnt íbúum þegar þar að kemur.
Ítarlegri gögn er að finna undir fundargerð bæjarráðs – sjá lið nr. 10
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…