Reykjavíkurvegur: Nýr hjóla- og göngustígur  

Framkvæmdir Fréttir

Framkvæmdir við nýjan og uppfærðan göngu- og hjólreiðarstíg vestan við Reykjavíkurveg frá Hraunbrún að sveitarfélagsmörkum við Garðabæ ganga samkvæmt áætlun og miðar vel áfram. Unnið hefur verið að jarðvinnu og lagningu nýs hjólastígs samhliða núverandi göngustíg á grænu svæði milli Reykjavíkurvegar og íbúðahúsa. Göngustígurinn verður uppfærður samhliða. 

Framkvæmdir ganga vel við Reykjavíkurveg

Framkvæmdir við nýjan og uppfærðan göngu- og hjólreiðarstíg vestan við Reykjavíkurveg frá Hraunbrún að sveitarfélagsmörkum við Garðabæ ganga samkvæmt áætlun og miðar vel áfram. Unnið hefur verið að jarðvinnu og lagningu nýs hjólastígs samhliða núverandi göngustíg á grænu svæði milli Reykjavíkurvegar og íbúðahúsa. Göngustígurinn verður uppfærður samhliða. 

Stígakerfi að þróast í nútímalegri og öruggari lausn 

Núverandi stígur sem til þessa hefur þjónað bæði hjólandi og gangandi umferð verður tvöfaldaður og umferðin aðskilin. Framkvæmdin mun þannig stuðla að auknu öryggi og bættri upplifun fyrir alla sem nota vistvænar samgöngur. Hjólastígurinn hefur þegar verið lagður á hluta leiðarinnar og yfirborðsfrágangur á göngustíg stendur yfir. 

Framkvæmdir við gatnamót Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar 

Við gatnamótin eru framkvæmdir við uppfærslu umferðarljósa  að hefjast. Á meðan unnið er að þeim geta skapast tímabundnar tafir, en leitast er við að halda öllu raski í lágmarki. Samhliða reyndist óhjákvæmlegt að fjarlægja nokkur tré til að gera stíga sem best úr garði gerðann. 

Samvinna og framtíðareign 

Verkið er unnið af Betri samgöngum í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. VSÓ ráðgjöf sá um for- og verkhönnun. Að framkvæmdum loknum verða stígarnir afhentir Hafnarfjarðarbæ, sem mun eiga og annast rekstur og viðhald þeirra til framtíðar. Þegar framkvæmdum lýkur verður stígakerfið tengt við stíga í Garðabæ og þannig myndast samfelld og örugg leið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur milli hverfa og sveitarfélaganna.  

Eldri tilkynning um upphafi framkvæmda frá 18. júní 2025

Við þökkum íbúum fyrir þolinmæði á meðan framkvæmdum stendur og hlökkum til að taka í notkun nýtt og öruggar stígakerfi fljótt á haustmánuðum.  

Ábendingagátt