Nýr göngu- og hjólreiðarstígur við Reykjavíkurveg

Fréttir

Vinna við nýja göngu- og hjólastíga vestan við Reykjavíkurveg frá Hraunbrún að sveitarfélagsmörkum við Garðabæ er að hefjast. Framkvæmdirnar standa út sumarið.

Nýir stígar í Hafnarfirði

Vinna við nýja göngu- og hjólastíga vestan við Reykjavíkurveg frá Hraunbrún að sveitarfélagsmörkum við Garðabæ er að hefjast. Framkvæmdirnar standa út sumarið.

Verkefnið felst í að útfæra aðskilið göngu- og hjólastíga kerfi sem liggur samhliða Reykjavíkurvegi að vestanverðu, á grænu svæði á milli íbúðahúsa og Reykjavíkurvegs. Á þessum stað er nú þegar sameiginlegur göngu- og hjólastígur. Hann verður útfærður sem göngustígur en nýr hjólastígur gerður samhliða göngustígnum.

Framför í vistvænum samgöngum

 Stígurinn hefst við Hraunbrún og þverar Hjallabraut um umferðarljós við gatnamót Reykjavíkurvegar og sameinast núverandi stíg við sveitarfélagsmörk Garðabæjar.

Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdin hafi mikil áhrif á umferð, þó verða einhver áhrif vegna framkvæmda við gatnamót Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Gert er ráð fyrir að uppfæra umferðarljósin samhliða þessum framkvæmdum.

VSÓ ráðgjöf sá um for- og verkhönnun. Betri samgöngur er verkkaupi í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. Stígarnir verða svo afhentir til Hafnafjarðarbæjar að framkvæmdum loknum, þegar öllum yfirborðsfrágangi er lokið. Hafnarfjarðarbær mun hafa eignarhald á stígunum og sjá um þjónustu og rekstur þeirra.

 Já, samgöngurnar verða öruggari þegar stígurinn er fullunninn.

Reykjavíkurvegur

Ábendingagátt