Nýr vefur stiklar á sögu Hafnarfjarðar

Fréttir

Nýr vefur er kominn í loftið. Hann segir sögu Hafnarfjarðar í stuttu máli og fallegum myndum, svo stiklað er á stóru yfir söguna.

Glænýr söguvefur fer með okkur aftur til fortíðar

Hvenær fékk Hafnarfjörður kaupstaðaréttindi? Jú, það var 1. júní árið 1908. En hvað bjuggu þá margir í Hafnarfirði? Samtals 1469 íbúar eða 29.147 færri en bjuggu hér við áramót!

Nýr vefur er kominn í loftið. Hann segir sögu Hafnarfjarðar í stuttu máli og fallegum myndum, svo stiklað er á stóru yfir söguna.

Mikilvægt að þekkja ræturnar

„Sagan er grunnurinn að samtímanum,“ segir Björn Pétursson bæjarmiðjavörður. „Þegar við þekkjum söguna vitum við á hverju við stöndum. Við eigum ríka sögu sem við verðum að halda á lofti. Það auðveldar okkur að skilja samtímann, vita hvaðan við komum og hvert við erum að fara.“

Björn er ánægður með síðuna. „Hún er skemmtileg. Hún er létt og kveikir vonandi áhuga fólks á að vita meira. Þeir sem vilja svo fara dýpra í söguna eru alltaf velkomnir á Byggðasafnið.“

Sagan sýnir rætur bæjarins

Sjá má á vefnum hvernig íbúatalan hækkaði hratt, hvenær helstu stofnanir voru stofnaðar og hvenær menningarstofnanir risu. Einnig hina ýmsu eftirminnilega og skemmtilega atburði – Eins og þegar handbolti var fyrst kynntur til leiks. Þetta er síða sem sýnir hvernig bærinn hefur stækkað og blómstrað á skemmtilegan hátt.

Vissir þú til að mynda að skemmtigarðurinn Hellisgerði var opnaður 1923? Íbúarnir voru þá orðnir 2579. Mikill fróðleikur er á síðunni og er sagan rakin til 100 ára afmælis Hellisgerðis fyrir tæpum tveimur árum. En það er að sjálfsögðu enginn endapunktur heldur verður bætt og nýja síðan bætir á sig blómum rétt eins og bæjarlífið.

Njótum sögunnar og sjáum máttarstólpana sem við byggjum samfélagið okkar á!

Ábendingagátt