Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafinn er annar vetur verkefnis þar sem innleidd er núvitund í starf leikskólans Smáralundar. Fyrsta árið var eingöngu unnið með starfsfólkið þar sem það fann á eigin skinni hvernig er að nýta sér núvitund í dagsins önn. Verið er að gefa börnunum ákveðin verkfæri til að hafa betri stjórn á sjálfum sér og lengja viðbragðstímann við áreiti.
Núvitund innleidd í starf Smáralundar
Hafinn er annar vetur verkefnis þar sem innleidd er núvitund í starf leikskólans Smáralundar. Fyrsta árið var eingöngu unnið með starfsfólkið þar sem það fann á eigin skinni hvernig er að nýta sér núvitund í dagsins önn. Að sögn Ingu Fríðu Tryggvadóttur skólastjóra finnur starfsfólk skólans nú þegar að verið sé að gefa börnunum ákveðin verkfæri til að hafa betri stjórn á sjálfum sér og lengja viðbragðstímann við áreiti. Bæjarblaðið Hafnfirðingur leit í heimsókn.
Inga Fríða segist hafa fyrir tveimur árum fengið vinkonu sína á starfsmannafund í leikskólanum til að fjalla um jákvæða sálfræði, jóga og hennar upplifun á núvitund. „Eftir að hafa hlustað á hana var starfsfólkið mjög áhugasamt um að vinna með þetta og í kjölfarið sóttum við um styrk til Lýðheilsusjóðs, sem við fengum. Eftir það fór boltinn að rúlla og fyrsta árið fór eingöngu í að vinna með starfsfólkið. Núna í haust fór svo allt starfsfólkið á kennaranámskeið með námsefnið Gjöfin í núinu og þennan vetur innleiðum við með börnunum það námsefni.“ Bæði foreldrar og kennarar elstu barnanna svöruðu spurningalistum í september sl. og munu aftur svara slíkum í vor. „Þá sjáum við hvort það sé marktækur munur á líðan og hegðun barnanna. En við upplifum samt strax að við séum að gefa börnunum ákveðin verkfæri til að hafa betur stjórn á sér og lengja tímann í viðbrögðum við áreiti. Við erum því virkilega spennt fyrir að fara inn í þennan annan vetur í verkefninu.
Fyrsta árið var eingöngu unnið með starfsfólkið, þar sem það fann á eigin skinni hvernig það er að nýta sér núvitund í dagsins önn. Það svaraði spurningalistum fyrir og eftir innlögn. Milli mælinga var töluverð jákvæð breyting á þremur matsþáttum; samkennd í eigin garð, almennri stýrifærni og þrautseigju sem hækkuðu töluvert. Streita og depurð vor þættir sem lækkuðu nokkuð milli mælinga. Meðaltal á svokallaðri hamingjuspurningu hækkaði líka töluvert, úr 7,3 í 8,6,“ segir Inga Fríða. Í vor fór svo starfsfólk leikskólans í námsferð til Tossa De Mar þar sem það tók þátt í núvitundarnámskeiði hjá Bryndísi Jónu Jónsdóttur. Þar var farið í hvernig vinnu er viðhaldið með núvitund, unnið með starfsmannahópinn og hann tengdur vel saman.
Síðastliðið haust fór starfsmannahópurinn svo á kennaranámskeið þar sem kennt var að vinna með námsefni fyrir börn sem heitir Gjöfin í Núinu – núvitundar- og vellíðunarnámsefni fyrir leik- og grunnskóla, eftir höfundinn Söru Silverton. „Við lærðum um ákveðin þemu í námsefninu og eins skoðuðum við dagsskipulagið, hvernig við getum nýtt stundir í núvitund, s.s. hvort við gætum breytt og gefið ákveðnum þáttum betra rými. Við erum núna byrjuð með markvissar núvitundarstundir inni á deildum þar sem farið er í þemu í námsefninu. Eins eru öll tækifæri í daglegu starfi nýtt til núvitundar. Eftir veturinn verður spurningalistunum aftur svarað og spennandi að sjá hvort marktækur munur verður á líðan og hegðun barnanna,“ segir Inga Fríða bjartsýn og yfirveguð.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…