Opið fyrir haustinnritun í grunnskóla og frístundaheimili

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2025 og er fyrsta viðmið um umsóknarfrest 1. febrúar. Samhliða hefur verið opnað fyrir skráningu nemenda í frístund á frístundaheimili hvers og eins skóla. Innritun barna í grunnskóla og frístund er á ábyrgð foreldra/forsjáraðila. 

Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2025 og er fyrsta viðmið um umsóknarfrest 1. febrúar. Samhliða hefur verið opnað fyrir skráningu nemenda í frístund á frístundaheimili hvers og eins skóla. Sótt er um frístundaheimili í gegnum Völu en um skólavist í gegnum Mínar síður á vef bæjarins. Grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum börnum óháð búsetu í bænum og eru foreldrar hvattir til að kynna sér starfsemi skólanna. Hafnarfjörður er eitt skólaumdæmi skipt upp í skólahverfi og ræður lögheimili nemenda því í hvaða hverfisskóla þeir eiga vísa skólavist. Hægt að sækja um skóla í öðrum hverfum og getur umsókn fyrir 1. febrúar skipt þar máli hvort möguleiki sé að fara í skóla utan eigin skólahverfis. Innritun barna í grunnskóla og frístund er á ábyrgð foreldra/forsjáraðila.

Umsókn um skólavist á Mínum síðum 

Innritun í grunnskóla fer fram rafrænt í gegnum Mínar síður undir: Umsóknir – Grunnskólar – Skólavist í grunnskóla. Athugið að einungis er hægt að sækja um grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar á vef bæjarins. Umsóknir um aðra grunnskóla í sveitarfélaginu og í grunnskóla í öðrum sveitarfélögum þurfa að berast beint til viðkomandi skóla og ef/þegar sú skólavist er samþykkt þarf að sækja um greiðsluþátttöku Hafnarfjarðarbæjar vegna skólavistarinnar. Sótt er um rafrænt í gegnum Mínar síður undir: 

Greiðsluþátttaka fyrir skóla utan Hafnarfjarðar 

Greiðsluþátttaka fyrir Barnaskóla Hjallastefnunnar 

Ítarlegri upplýsingar sendar frá skóla þegar nær dregur 

Þegar nær dregur vori mun sá skóli þar sem barn fær skólavist senda foreldrum/forsjáraðilum allar mikilvægar upplýsingar um skólastarfið, m.a. um mataráskrift og sérstök leikjanámskeið sem haldin eru í ágúst ár hvert fyrir 6 ára nemendur þeim til undirbúnings áður en grunnskólinn hefst. Skráning á 6 ára námskeið fer fram á vormánuðum og er auglýst sérstaklega.  

Upplýsingar um að hefja nám í grunnskóla 

Upplýsingar um grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar 

Reglur um skólavist í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar 

Ábendingagátt