Grunnskólar

Börn byrja í grunnskóla árið sem þau verða 6 ára og eru þá skólaskyld í 10 ár.

Að hefja nám í grunnskóla

Sækja um skóla

Grunnskólar sveitarfélagsins eru öllum börnum opnir. Starfsemi og skóladagatal er hægt að kynna sér á vefsíðum grunnskólanna.

Innritun

Á því ári sem barnið þitt verður 6 ára færð þú póst í upphafi árs með upplýsingum um innritun í grunnskóla. Innritun hefst í upphafi árs og er fyrsta viðmið um innritun til 1. febrúar fyrir skólagöngu um haustið. Eftir þann tíma fækkar skólum sem eru í boði. Þú innritar barnið þitt á Mínum síðum á vefnum. Samhliða er hægt að sækja um frístundaheimili. Sótt er um frístundaheimili í gegnum Völu.  

Þegar nær dregur vori mun sá skóli sem barnið þitt fékk skólavist í senda þér upplýsingar um skólastarfið framundan, mataráskrift og annað sem þú þarft að vita.

Skólahverfi

Hafnarfjörður er eitt skólaumdæmi sem er skipt upp í skólahverfi. Lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það á örugga skólavist. Þú getur líka sótt um skóla fyrir barnið í öðrum hverfum eða öðru sveitarfélagi. Þá sækirðu um skólavist hjá viðkomandi skóla. Ef umsóknin er samþykkt þarf að sækja um greiðsluþátttöku Hafnarfjarðarbæjar á Mínum síðum.

 

Hvað á að taka með í skólann?

Það þarf að vera með skólatösku, nesti og sundföt þegar það á við. Börnin fara út í frímínútur tvisvar á dag og er því gott að þau séu klædd eftir veðri og jafnvel með auka föt í töskunni. Skólinn útvegar allar námsbækur, stílabækur og ritföng.


Hlutverk foreldra

Þú berð ábyrgð á námi barna þinna og ætlast er til að þú fylgist með náminu í samvinnu við barnið og kennara þess.

Ef barnið þarf frí frá skóla verður þú að sækja um leyfi fyrir því. Ef barnið er veikt þarftu að tilkynna það til skólans. Öll röskun á námi vegna fjarveru barnsins frá skóla er á þína ábyrgð, og verður þú að sjá til þess að barnið vinni það upp sem það kann að missa úr náminu.