Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Börn byrja í grunnskóla árið sem þau verða 6 ára og eru þá skólaskyld í 10 ár.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendir út tilkynningar um veður þegar á þarf að halda, í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.
Mikilvægt er að foreldrar og forsjáraðilar fylgist vel með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum tilmælum frá yfirvöldum sem gætu haft áhrif á skólastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Ef barnið þitt fær skólavist í sérskóla, sérdeild utan bæjarins eða sérdeild utan skólahverfisins (lengra en 1,2 km frá heimilinu) á það rétt á skólaakstri eða strætófargjaldi á vegum bæjarins. Sérstakar reglur gilda um skólaakstur fatlaðra barna.
Nemendur í 5.–10. bekk fá lánaðan persónulegan iPad til afnota. Lánið er háð samþykki aðstandenda og notkunin er á ábyrgð nemenda þótt allt sé gert til að tryggja öryggi í umgengni við tækin. Samningur vegna iPad er aðgengilegur á mínum síðum undir Mín mál og ýtt er á hnappinn aðgerðir. Hver skóli er með eigin reglur um notin, til dæmis hvenær nemendur mega fara með tækin heim. Öllum iPöddum, sem nemendur hafa fengið lánaða á að skila til skóla á sumrin.
Í 2 daga í október og 2 daga í febrúar er vetrarfrí í öllum grunnskólum bæjarins. Þá eru frístundaheimilin lokuð. Nánari upplýsingar um dagsetningar vetrarfrís má nálgast á skóladagatali á vefsíðum grunnskólanna.