Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Vefur Hafnarfjarðarbæjar – hafnarfjordur.is – fékk verðlaun sem besti opinberi vefur ársins 2016. Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.
Síðastliðinn föstudag voru Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2016 veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpunnar. Vefur Hafnarfjarðarbæjar – hafnarfjordur.is – fékk verðlaun sem besti opinberi vefur ársins 2016. Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.
Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands var valinn Vefur ársins 2016 af Íslensku Vefverðlaununum. Auk vef Sinfóníuhljómsveitarinnar sigraði Sjóvá í flokki stærri fyrirtækja og Tix.is fékk verðlaun fyrir bestu vefverslunina og fitsuccess.is í flokki vefkerfa. Í tilkynningu frá aðstandendum verðlaunahátíðarinnar segir að mikil gróska sé í vefiðnaðinum og það megi best sjá hve vel unnir og vandaðir vefir eru sem framleiddir eru á Íslandi í dag.
Hafnarfjarðarbær setti nýjan vef í loftið í upphafi árs 2016 og hefur síðan þá mótað vefinn og þróað enn frekar með virkri aðstoð íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunahópa. Mikill undirbúningur átti sér stað áður en nýr vefur var settur í loftið með aðkomu fjölmargra aðila og því óhætt að segja að þessi viðurkenning séu verðlaun til allra þeirra sem komu að vinnunni með einum eða öðrum hætti. Vefurinn er hannaður og þróaður í nánu samstarfi við Hugsmiðjuna og Fúnksjón vefráðgjöf. „Ég er yfir mig ánægður og stoltur af árangrinum, þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur. Það er hægara sagt en gert að endurskipuleggja og þróa notendavænan vef hjá stóru sveitarfélagi sem hentar öllum hagsmunahópum. Við tókum mikið af efni í burtu, lögðum ríka áherslu á öfluga leitarvél og ritstýrða leit og einfölduðum leiðarkerfi notandans um vefinn til muna. Þetta hefði ekki verið hægt nema með innleggi og athugasemdum allra hlutaðeigandi aðila. Hér spiluðu starfsmenn og íbúar Hafnarfjarðarbæjar stórt hlutverk. Viðurkenningin er okkur hvatning til áframhaldandi afreka á þessu sviði sem og öðrum“ segir Garðar Rafn Eyjólfsson kerfisfræðingur og vefstjóri Hafnarfjarðarbæjar.
Í umsögn dómnefndar um nýjan vef Hafnarfjarðarbæjar segir að hlutverk opinberra vefja sé að veita upplýsingar og þjónustu. Það er mat dómnefndar að virkilega vel hafi tekist til með vef Hafnarfjarðarbæjar. Hann sé einfaldur og auðveldur í notkun, vel upp byggður og leiðarkerfið skýrt. Aðaláherslan er lögð á að mæta þörfum markhópsins þar sem helstu aðgerðir eru dregnar fram og öflug leit sett í forgrunn.
Samtök vefiðnaðarins ( SVEF ) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við. SVEF sér árlega um framkvæmd Vefverðlaunanna, en fyrsta verðlaunaafhendingin var haldin árið 2000. Félagið stendur árlega fyrir ráðstefnunni IceWeb, sem er metnaðarfull alþjóðleg ráðstefna um vefmál, auk fjölda smærri fyrirlestra, umræðufunda og mannfagnaða fyrir félagsmenn.
Ljósmyndari: Grunnar Freyr Steinsson
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.