Opnunartími Jólaþorpsins lengist

Fréttir Jólabærinn

Opnunartími Jólaþorpsins lengist um tvo tíma á laugardögum í ár. Opið verður frá 13-20. Því verður hægt að njóta jólaljósanna og veitinganna lengur.

Opið fyrir umsóknir í Jólaþorpið 2025 

Já, það eru góðar fréttir af Jólaþorpinu á Thorsplani. Nú lengum við opnunartímann á laugardögum til klukkan 20. Gestir geta því notið jólaljósanna þegar orðið er dimmt. Einnig geta þeir tugþúsundir gesta sem sækja skemmtanir í bænum, eins og sýningu Sóla Hólm í Bæjarbíói, byrjað kvöldið í þorpinu okkar góða.

Hafnarfjarðabær liggur yfir umsóknum og leitar að hárréttri samsetningu seljenda í Jólaþorpinu í ár. Opið er fyrir umsóknir til og með 1. október. Sjá skilyrðin hér.

Jólaþorpið vill fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru, fjölbreytt úrval varnings sem hefur skýra tengingu við jólahefðir landsmanna. 

Opnunartímar

Þetta árið opnar þorpið föstudaginn 14. nóvember. Opið verður alla aðventuna á föstudögum frá kl. 17-20, laugardögum frá 13-20 og sunnudögum frá kl. 13-18. Mánudaginn 22. desember verður opið frá 17-20 og á Þorláksmessu frá 13-21. 

Umsóknarfrestur til og með 1. október 2025

 

Ábendingagátt