Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarhöfn er fyrsta höfnin á Íslandi til að bjóða viðskipavinum sínum að tengjast öflugum rafmagnslandtengingum þar sem skip geta fengið afl allt að 1,2 MW. Skip geta með þessum nýju landtengingum fengið rafmagn sem er í samræmi við rafmagnskerfi skipsins, þ.e.a.s. 400, 440 eða 690 Volt á 50 eða 60 riðum.
Hafnarfjarðarhöfn er fyrsta höfnin á Íslandi til að bjóða viðskipavinum sínum að tengjast öflugum rafmagnslandtengingum þar sem skip geta fengið afl allt að 1,2 MW. Skip geta með þessum nýju landtengingum fengið rafmagn sem er í samræmi við rafmagnskerfi skipsins, þ.e.a.s. 400, 440 eða 690 Volt á 50 eða 60 riðum. Fyrsta tenging er fyrirhuguð föstudaginn 10. júní þegar frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 tengist 440 voltum á 60 riðum. Farþegaskipið Le Bellot í eigu franska fyrirtækisins Le Ponant kemur til með að tengjast nýju kerfi á Sjómannadaginn 12. júní n.k. Það er í fyrsta skipti sem skipið tengist landstraumi og jafnframt í fyrsta sinn sem farþegaskip tengist landstraumi hérlendis.
Háspennutengingar við Hvaleyrarbakka. Baldvin tengdur, kapall um borð
Með því að landtengjast þurfa skip ekki að brenna jarðefnaeldsneyti við bryggju en áætlað er að um 14 % af eldsneytisnotkun skipa gerist við bryggju. Ljóst er að almennt eru skip ekki orðin tengiklár. Kostnaður við að gera þau tengiklár er ekki mjög mikill og vonandi verður mikil breyting hér á, sérstaklega þegar aðstaða í höfnum verður almennt þannig að skip geta tengst rafmagni sem hentar þeim.
Nú í sumar er gert ráð fyrir að farþegaskipið Le Bellot komi um 10 sinnum til Hafnarfjarðarhafnar. Gera má ráð fyrir að skipið þurfi um 600 kW sem gerir um 20.000 kWh í hverri inniveru. Með því að nýta raforku með landtengingu minnkar gróðurhúsamengun við hverja inniveru Le Bellot um það bil um 14.000 kg kolefnistvíildis eða CO2, þ.e. 14 tonn. Miðað við 10 inniverur yfir sumarið minnkar mengunin því um 140 tonn CO2. Einnig hefur þetta mikil áhrif á loftgæði þar sem hvorki verður til köfnunarefnisoxíð, NOx, né fastar svifryksagnir PM10 eða PM2,5 né heldur neinar sótagnir SOx. Einnig má hafa í huga að landtenging dregur verulega úr hávaða frá skipum.
Tæknin á bakvið þessar öflugu landtengingar er fólgin í því að vera með háspennutengil við skipshlið og við hann er síðan tengdur spennibúnaður þar sem hægt er stjórna því hvort spennan er 400, 440 eða 690 Volt og hvort tíðnin er 50 eða 60 rið. Tvær háspennutengingar eru í Hafnarfjarðarhöfn, ein á Hvaleyrarbakka og önnur á Suðurbakka. Spenni- og tíðnibúnaður er í sérútbúnum flytjanlegum gámum, tveimur 10 feta og einum 20 feta. Til að flytja rafmagnið um borð eru notaðar rafdrifnar kapalvindur af Zinus gerð þar sem hver rafmagnskapall getur flutt 350 amper.
Framkvæmd verkefnisins var tvíþætt, annars vegar háspennuhluti og hins vegar lágspennuhluti. Eftir útboð á háspennuhluta var samið við fyrirtækið Orkuvirki sem annaðist framkvæmdir við uppsetningu á Hvaleyrarbakka og Suðurbakka. Hönnun á háspennuhlutanum var í höndum Jón Björns Bragasonar rafmagnstæknifræðings B.Sc, MBA. Lágspennubúnaður var boðinn út sem alverk, m.v. skilgreindar þarfir. Ríkiskaup annaðist útboðið í samræmi við tæknilýsingu J2B ráðgjöf og Sætækni ehf. Norska fyrirtækið PSW Power and Automation átti lægsta tilboð og var samið við það.
Upphaf þessa verkefnis er samþykkt hafnarstjórnar á umhverfisstefnu og aðgerðaráætlun fyrir höfnina í árslok 2019, en undirbúningur hönnunar og framkvæmda hófst í maí 2020. Verkefnið hefur þannig tekið tvö ár frá því undirbúningur hófst og fram að verklokum. Landtengingin núna er fyrsti áfangi í stærra verkefni sem nær til frekari uppbyggingar landtenginga í Hafnarfjarðarhöfn og einnig í Straumsvík. Áætlaður heildarkostnaður verði um 600 milljónir króna en kostnaður við þennan fyrsta áfanga nemur um 240 milljónum króna. Verkefnisstjórn f.h. Hafnarfjarðarhafnar annaðist Sætækni ehf, Gunnar Hörður Sæmundsson véltæknifræðingur á orkusviði B.Sc, MBA og umsjón af hálfu Hafnarfjarðarhafnar var í höndum Lúðvíks Geirssonar hafnarstjóra og Arnar Ólafssonar yfirvélstjóra.
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…