Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Á tímum Covid19 og samkomubanns reynir á nærþjónustu við íbúa sem eru í höndum sveitarfélaga og á þjónustu við eldri borgara, fatlað fólk og barnavernd svo eitthvað sé nefnt. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðar, segir miklu máli skipta að halda þjónustunni órofinni eins og kostur er.
Bæjarblaðið Hafnfirðingur spjallaði við Rannveigu.
Hjá sveitarfélögum landsins starfar stór hópur fólks að umönnun og stuðningi, bæði í dag- og sólarhringsþjónustu. „Þetta er fólkið sem við reiðum okkur á nú á neyðartímum. Hjá Hafnarfjarðarbæ, eins og í öðrum sveitarfélögum, hefur verið farið í uppstokkun og endurskipulagningu þjónustunnar í því skyni það koma til móts við breyttar aðstæður. Seint verður fullþakkað hvernig tekið hefur verið á málum. Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgð og fagmennska hafa algjörlega ráðið ferðinni,“ segir Rannveig. Auk þess sé verið að fara nýjar leiðir í þjónustunni, nýta tæknilegar lausnir, ný úrræði spretti fram og nýsköpun og frumkvæði starfsmanna séu aðdáunarverð.
Frænkurnar Sjöfn Jónasdóttir, íbúi við Sólvangsveg 1 og Sara Björnsdóttir, heimaliði í stoðþjónustu. Mynd/OBÞ
Bærinn með eigin bakvarðasveit
Félagsmálaráðuneyti, Landlæknir og Samband sveitarfélaga hafa staðið saman að stofnun bakvarðarsveitar velferðarþjónustu, þar sem 1300 einstaklingar hafa skráð sig. Rannveig segir að auk þess hafi Hafnarfjarðarbær stofnað sína eigin bakvarðasveit sem getur leyst af í velferðarþjónustu sveitarfélagsins, komi til forfalla og aukins álags vegna afleiðinga heimsfaraldurs Covid19. „Þar er að skrá sig starfsfólk af öðrum sviðum og stofnunum sveitarfélagsins. Samstaða er um að leggja þjónustunni lið, allir eru í sama liðinu og samhugur ríkir.“
Endurreisnarstarf bíður í kjölfar Covid19
Rannveig lýsir ástandinu á þá leið að þjóðin sé í miðri á en haldi ótrauð áfram. „Það þarf að huga að endurreisnarstarfi eftir Covid. Það má leiða líkur að því að barnaverndarmálum fjölgi þegar líður á og í kjölfar ástandsins. Það hefur verið sýnt fram á að hætta er á fjölgun heimilisofbeldismála og því mikilvægt að hafa góðar gætur þar á. Mikil aukning atvinnuleysis er nú þegar orðin staðreynd og gera má ráð fyrir fjölgun umsókna um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögunum,“ segir Rannveig. Auk þess valdi samfélagslegt álag ófyrirséðum verkefnum. „Mörg mikilvæg verkefni eru framundan í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Þar starfar öflugt og reynslumikið starfsfólk sem við treystum vel til þeirra verka.“
Viðtal við Rannveigu birtist í Hafnfirðingi 28. apríl 2020.
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…