Flokkunarveggspjöld fyrir fjölbýli

Fréttir

Sorpa gaf nýverið út flokkunarveggspjöld á þremur tungumálum sem hugsuð eru fyrir fjölbýli og eru húsfélög í Hafnarfirði hvött til að prenta þau út og hengja upp á öllum viðeigandi stöðum.

Flokkunarveggspjöld fyrir fjölbýli

Um miðjan maí 2023 hófst innleiðing á nýju sorpflokkunarkerfi í Hafnarfirði, líkt og á höfuðborgarsvæðinu öllu, þar sem fjórum úrgangsflokkum verður framvegis safnað við hvert heimili bæjarins lögum samkvæmt. Sorpa gaf nýverið út flokkunarveggspjöld á þremur tungumálum sem hugsuð eru fyrir fjölbýli og eru húsfélög í Hafnarfirði hvött til að prenta þau út og hengja upp á öllum viðeigandi stöðum. Húsfélagafundur er einnig tilvalinn til að stilla saman strengi allra íbúa og tryggja vitneskju og skilning allra.

Nýtt ílát fyrir matarleifar við fjölbýli

Öll fjölbýli hafa fengið eða eru við það að fá afhent til eignar 240L brún ílát fyrir matarleifar og fjöldi íláta er sérsniðinn að þörfum hvers fjölbýlis. Grátunnur eru endurmerktar fyrir blandaðan úrgang og plast og blátunnur endurmerktar fyrir pappír. Upplýsingar um fjölda nýrra tunna á heimili – Nýtt sorpflokkunarkerfi | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Röng flokkun á úrgangi hindrar tæmingu

Samhliða dreifingu á nýjum sorpílátum í hverju hverfi er sorp losað, eldri ílát endurmerkt og aðlögunartími gefinn fram að næstu losun. Þar með er formleg innleiðing á flokkun hafin. Sérstök athygli er vakin á því að ef ekki er rétt flokkað í sorpílát í annarri losnun eftir að ný ílát og endurmerking hefur átt sér stað er sett tilkynning um að ekki hafi verið losað. Íbúar þurfa þá sjálfir að endurflokka og tunnan losuð í næstu losun. Íbúar eru hvattir til að hefja rétta flokkun um leið og ný ílát eru afhent. Þegar hafa einhver fjölbýli lent í vandræðum og því mikilvægt að allir séu upplýstir og meðvitaðir um nýtt flokkunarkerfi.

Hér má nálgast plakötin sem pdf skjal, A4 og A3:

Flokkunar plakat A4 vertical[2].pdf

Flokkunar plakat A3 vertical[2].pdf

 

Almennar upplýsingar um nýtt flokkunarkerfiNýtt flokkunarkerfi (sorpa.is)

Sértækar upplýsingar fyrir Hafnarfjörð (fjöldi og dreifing) Nýtt sorpflokkunarkerfi | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

 

 

Ábendingagátt