Rafræn heimsókn til Ungverjalands

Fréttir

Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni hefur frá árinu 2018 verið þátttakandi í Erasmus+ verkefni um hugmyndafræði og nálgunarleiðir í þjónustu við fatlað fólk. Um er að ræða samstarfsverkefni milli þriggja þjóða. Seinna ári verkefnis átti að ljúka með heimsókn til Ungverjalands en heimsfaraldur hamlaði för. Verkefni lauk þess í stað með rafrænni fundaviku landanna þriggja þar sem hvert og eitt land fundaði frá sínum heimabæ. 

Formlegu samstarfsverkefni lauk með rafrænni heimsókn til Ungverjalands
Erasmus+ verkefni um hugmyndir og nálgunarleiðir í þjónustu við fatlað fólk

Samstarfsverkefni þriggja þjóða 

Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni hefur frá árinu 2018 verið þátttakandi í Erasmus+ verkefninu „Communication is the path to integration“ (contract No. 2018-1-LT01-KA204-046976) eða „Samskipti/tjáskipti eru leið til samþættingar“ sem er um hugmyndafræði og nálgunarleiðir í þjónustu við fatlað fólk. Um er að ræða samstarfsverkefni milli þriggja þjóða, þ.e.a.s. Íslands, Litháen og Ungverjalands. Samstarfið hefur í grunninn snúið að því að deila reynslu og þekkingu um nýja tækni og möguleika og þannig hafa m.a. verið kynntar ýmsar áhugaverðar þjónustuleiðir við fatlað fólk. Í gegnum þetta Erasmus+ samstarfsverkefni hefur hópurinn fengið kynningar á fjölbreyttri hugmyndafræði og tjáskiptaþjálfun ásamt því sem er nýjast og nýtt í tjáskiptatækninni.

IMG_3937

Víða um heim gegnir leiklistarkennslufræði mikilvægu hlutverki 

Hópurinn náði heimsóknum bæði til Íslands og Litháen á meðan á verkefni stóð. Seinna ári verkefnis átti að ljúka með heimsókn til Ungverjalands 2020 en heimsfaraldur hamlaði för. Verkefninu lauk þess í stað ári seinna en fyrirhugað var, með rafrænni fundaviku landanna þriggja, þar sem hvert og eitt land fundaði frá sínum heimabæ. Víða um heim gegnir leiklistarkennslufræði mikilvægu hlutverki við að skapa listrænan svip. Leiklistarsmiðjur (drama pedagogy) veita umgjörð um sýningarnar. Leiklist er einnig eins konar flókin færniþróun, hún þróar samskipti, spuna, samhæfingu, einbeitingu og styrkir líkamann. Fatlað fólk hefur líka löngun til að finna leið í samfélagið. Það vill tjá sig og sýna gildi sín. Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni mun nota þá styrkupphæð sem átti að fara í ferðina til Ungverjalands, til að festa kaup á nýjustu tækni fyrir óhefðbundin tjáskipti.

Bliss-tungumálið spilar stórt hlutverk á Íslandi

Hæfingarstöðin, sem fagnar 30 ára starfsafmæli í ár, hefur frá upphafi starfseminnar árið 1991 lagt áherslu á að styðja þjónustunotendur með langvarandi stuðningsþarfir í notkun óhefðbundinna tjáskipta (AAC). Þar spilar Bliss-tungumálið stórt hlutverk en það samanstendur af um 5000 orðum/táknum sem notuð eru til tjáskipta. Blissnotendur ýmist benda á orðin/táknin með fingrum eða nota öflugt tjáskiptaforrit þ.e. Communicator 5, allt eftir hreyfigetu en gjarnan er því stýrt t.d. með augnstýribúnaði eða höfuðbúnaði. Erindi Íslands í rafrænni fundaviku fjallaði m.a. um Blisstungumálið og nýjustu tækni en nokkrir starfsmenn Hæfingarstöðvarinnar eru virkir þátttakandi í þróun tungumálsins á alþjóðavísu.

Sjá eldri frétt um verkefni: Samstarfsverkefni um þjónustu við fatlað fólk 

Nánari upplýsingar fyrir áhugasama um einstakar þjónustuleiðir

Ábendingagátt